Gripla - 01.01.2002, Qupperneq 14
12
GRIPLA
hver þeirra vill lög um það mál. Síðan skal hver goði segja hvað lögin
mun kalla og með hvorum hverfa að því máli, og skal afl ráða, en ef
þeir eru jafnmargir lögréttumenn hvorirtveggju, er sitt kalla lög hvorir
vera, þá skulu þeir hafa sitt mál er lögsögumaður er í liði með. En ef
aðrir eru fleiri, þá skulu þeir ráða ...
Sigurður Líndal hefur fært sannfærandi rök að því að það að rétta lög og skera
úr lögmálsþrætum sé sama verkið. Hann telur að réttur germanskra þjóða á
elsta stigi sem menn þekkja hafi í grundvallaratriðum verið venjuréttur. Að
rétta lög er þá að færa lögin í upphaflegt horf, að gera þau réttari ef þau hafa
sveigt af leið, þótt auðvitað hafí menn í rauninni oft verið að búa til nýja
réttarreglu. í Grágás sé gert ráð fyrir að réttingu laga beri þannig að að menn
þræti um hvað séu rétt lög um eitthvert tiltekið atriði og lögrétta skeri úr um
það á þann hátt sem hér var sagt.17
Við finnum þannig ekki í Grágás nein ákvæði um að lögrétta fari með
dómsvald í venjulegum skilningi þess orðs. Um dómstörf dómanna, fjórð-
ungsdóma, fimmtardóms og vorþingsdóma, eru hins vegar að minnsta kosti
einar 40 blaðsíður í Grágás, og þar er deginum ljósara að málið snýst um
dóma í málum einstaklinga gegn einstaklingum, eða það sem við köllum
dóma í einkamálum nú á tímum.18 Að vísu var vorþingsdómum heimilað að
setja sér þingsköp, „hvervetna þess er þeir taka eigi af alþingismáli, en þeir
eigu kost að auka er þeir vilja“.19 Þetta hefur verið skilið þannig að þeir yrðu
að halda sig innan þeirra marka sem Alþingi hefði sett; „naar de blot ikke tage
noget bort af Althingsregleme ...“ þýddi Vilhjálmur Finsen.20 Þannig skilið er
þetta hliðstætt því sem nú er gert þegar aðili sem hefur ekki löggjafarvald fær
heimild löggjafa til að setja reglugerð eða vinnureglur um ákveðin atriði. Og
jafnvel þótt þetta væri skilið svo að það merkti: „að svo miklu leyti sem þeir
fylgja ekki Alþingisreglum“, þá væri óverulegt löggjafarvald fólgið í því.
I sögum held ég að óhætt sé að fullyrða að hvergi sé gert ráð fyrir annarri
skipan en þeirri sem Grágás lýsir; þar segir aldrei frá því að lögrétta dæmi í
málum manna eða dómstólar setji lög. í Grettis sögu er einu sinni talað um
lögréttu á Hegranesþingi í Skagafirði.21 En það skýrist auðveldlega með því að
'7 Sigurður Líndal (1984), 124-28, 136-38.
18 Grágás (1992), 371^104,413-22 (Þingskapaþáttur, 1.-28. og 37.-40. kap.). — Sbr. Grágás Ia
(1852), 38-83,96-108 (20.-47. og 56.-59. kap.).
19 Grágás (1992), 415 (Þingskapaþáttur, 38. kap.). — Sbr. Grágás Ia (1852), 98-99 (57. kap.).
20 Grágás Ia. Overseettelse I (1870), 97 (57. kap.).
21 íslenzk fornrit VII (1936), 229-30 (72. kap.).