Gripla - 01.01.2002, Page 15
AÐGREINING LÖGGJAFARVALDS OG DÓMSVALDS
13
sagan var öragglega ekki skrifuð fyrr en eftir lok þjóðveldis, þegar orðið lög-
rétta var komið inn í mál Islendinga í annarri merkingu en það hafði á þjóð-
veldisöld.
Sögumar andmæla þannig ekki vitnisburði Grágásar. Ég hef ekki nákvæmt
yfirlit yfir að hve miklu leyti þær staðfesta hann, hvort við læsum þessa skýru
aðgreiningu löggjafarvalds og dómsvalds út úr íslendingasögum og Sturlungu
ef lögbókin væri ekki til. En það stendur jafnfast að vitnisburður Grágásar
verður ekki hrakinn. Við verðum að gera ráð fyrir að á einhverju tímabili, lík-
lega í meginatriðum frá 11. öld til 13. aldar, hafi raunveraleikinn verið eitt-
hvað svipaður því sem þar er mælt fyrir um.
Aftur á móti eru ekki allir sammála mér um að Grágás lýsi hreinni að-
greiningu löggjafarvalds og dómsvalds milli lögréttu og dómstóla. Sigurður
Líndal er einn af þeim sem hafa lagt fram drýgstan skerf til afhelgunar ís-
landssögunnar, og hann hefur nýlega véfengt kenninguna um aðgreiningu lög-
gjafarvalds og dómsvalds í þjóðveldinu. Hann bendir á að það hlutverk lög-
réttu þjóðveldistímans að skera úr lögmálsþrætum sé hlutverk dómstóla á okk-
ar tímum. Ef menn vilja vita hvað sé rétt og löglegt um einhvem ákveðinn
flokk tilvika, þá höfða menn mál fyrir dómstólum og kalla það prófmál ef
dómurinn á að skapa reglu um fleiri tilvik. Þess vegna, segir Sigurður,22
liggur miklu nær að segja að löggjafarvaldið eigi sér hliðstæðu í því
hlutverki lögréttu að gera nýmæli, en dómsvaldið í því hlutverki henn-
ar að rétta lög.
Þetta er auðvitað hárrétt ef aðeins er gengið út frá þeirri skiptingu valdsins
milli stofnana sem tíðkast hjá okkur nú. En ef við hugsum fremur um hvað sé
rökrétt að kalla löggjafarvald og hvað dómsvald, þá lítur málið öðravísi út. Að
skera úr um hvað eigi að teljast lög, ef engin lagaregla fínnst sem tilvikið eigi
við, er óneitanlega löggjafarstarf í eðli sínu, enda skapar það rétt til frambúðar,
því að úrskurðurinn myndar fordæmi. Þannig væri rökréttast út frá kenning-
unni um skiptingu ríkisvaldsins að dómstóll sem fyndi ekki lög til að úrskurða
um ágreiningsefni sneri sér til löggjafarþingsins og spyrði hvemig það vildi
hafa lög um efnið. — Ég segi rökréttast en ekki hentugast eða endilega réttlát-
ast. — Þetta var líka skoðun Vilhjálms Finsen, sem ræddi málið rækilega og
benti í því sambandi á að það væri hagkvæmt nú ef hægt væri að biðja lög-
gjafarþingið að úrskurða um lögmálsþrætur með því að samþykkja ný lög um
22
Sigurður Líndal (1992), 177.