Gripla - 01.01.2002, Page 16
14
GRIPLA
viðkomandi atriði.23 Þannig er alls ekki hægt að segja að það hlutverk
lögréttu að rétta lög ónýti kenninguna um aðgreiningu löggjafarvalds og
dómsvalds í íslenska þjóðveldinu. Þvert á móti höfðu þjóðveldisaldarmenn
hreinni og rökréttari aðgreiningu löggjafarsamkomu og dómstóla en við höf-
um nú á dögum.
Lagarétting er annars ekkert meginatriði hér. Jafnvel þótt fallist væri á
skoðun Sigurðar Líndal um þetta tiltekna atriði, þá verður því ekki haggað að
kjami löggjafarvaldsins, að gera nýmæli, var í höndum annarrar stofnunar en
kjami dómsvaldsins, að fella dóma í ágreiningsmálum einstaklinga á gmnd-
velli laga.
3. Dómskerfi Gulaþingslaga
Varla getur farið hjá því að réttur Islendinga sé upprunninn í Gulaþingslögum
í Noregi, eins og Ari ber vitni um í Islendingabók:24
En þá es Island vas víða byggt orðit, þá hafði maðr austrænn fyrst lgg
út hingat ýr Norvegi, sá es Ulfljótr hét; svá sagði Teitr oss; ok vám Ulf-
ljótslQg kglluð; ... en þau vám flest sett at því sem þá vám Gola-
þingslgg eða ráð Þorleifs ens spaka Hgrða-Kárasonar vám til, hvar við
skyldi auka eða af nema eða annan veg setja.
í Hauksbókartexta Landnámu og fleiri ritum er þessi ífásögn nokkm nákvæm-
ari, og kemur þar ótvírætt fram að Úlfljótur hafi verið gerður út til Noregs til
að sækja íslendingum lög.25
Eins og Sigurður Líndal hefur sýnt fram á eru vandkvæði á að taka þessa
heimild bókstaflega. Frásögnin kemur illa heim við þá almennu skoðun að
réttur germanskra þjóða fyrir ritöld hafi verið venjuréttur fremur en ákveðinn
bálkur af texta. Óhugsandi er að landnemar íslands hafi flust til landsins án
þess að taka strax með sér einhverjar réttarreglur. Þá þykir sagan um Úlfljót
minna nokkuð mikið á lærðar frásagnir af höfundum laga með þjóðum, allt frá
Móse til Núma Rómarkonungs.26 Einnig þykir munurinn á Gulaþingslögum,
eins og þau em varðveitt í handritum, og Grágás Islendinga svo mikill að
23 Vilhjálmur Finsen (1873), 169-70, 180-88, 200.
24 íslenzk fornrit I (1968), 6-7 (2. kap.).
25 íslenzkfornrit I (1968), 313 (H268), sbr. 312 nm.
26 Sigurður Líndal (1969), 6-8,22.