Gripla - 01.01.2002, Page 17
AÐGREINING LÖGGJAFARVALDS OG DÓMSVALDS
15
mönnum hefur þótt efamál að norskur réttur gæti verið fyrirmynd hins ís-
lenska.27 Ekki hefur þó verið bent á nein lög sem séu líkari hinum íslensku en
Gulaþingslög, og sterk rök þyrfti til að halda því fram að Islendingar hafi tekið
með sér réttarreglur annars staðar að en úr vesturhéruðum Noregs, þar sem
Gulaþingslög giltu, einkum af því að þeir tóku tungumál sitt sannanlega með
sér þaðan. Hér verður því einkum leitað til Gulaþingslaga um samanburð við
íslenskan rétt. Helsti munurinn á stjómskipun Norðmanna og Islendinga á
sögulegum tíma var auðvitað sá að Norðmenn bjuggu við konungsvald en Is-
lendingar ekki. Hér verður leitast við að sniðganga þann mun eins og kostur er
og þau áhrif sem hann hefur á löggjafarvaldið.
í Gulaþingslögum koma fyrir stofnanir með nöfnunum lögrétta og dómr.
Óljóst er hvemig lögréttur vom skipaðar þar eða annars staðar í Noregi fyrr en
í landslögum Magnúsar konungs lagabætis seint á 13. öld, en samkvæmt þeim
vom þær 36 manna samkomur nefndra bænda á hverju lögþingi, og þeir
dæmdu í málum manna með lögmanni. Fræðimenn hefur Iengi greint á um
hvemig lögréttur vom skipulagðar fyrir þann tíma, hvort 36 manna lögréttur
em gamlar eða allir bændur sem vom nefndir til þingferðar sátu í lögréttu, um
400 talsins og síðar 246 í Gulaþingslögum.28 Að lögréttur hafi upphaflega haft
löggjafarvald má ráða af heitinu, einkum þegar tekið er mið af því hvað rétta
lög merkir í Grágás. Líka kemur fram í heimildum að samþykki lögréttu þurfti
til að lög öðluðust gildi; jafhvel kristinréttur var samþykktur á lögþingi á dög-
um Ólafs konungs helga.29
Það er ríkjandi skoðun, og hefur verið lengi, að lögþing norrænna manna
hafi upphaflega verið alþitig í bókstaflegum skilningi, sem öllum vopnfærum
karlmönnum, að minnsta kosti af ákveðinni lágmarksstöðu, bar að sækja. Slík-
um þingum lýsir rómverski höfundurinn Tacitus meðal Germana um 100 e.
Kr.30 Síðan hafa menn talið, að minnsta kosti síðan norski sagnfræðingurinn
Absalon Taranger skrifaði um það árið 1924, að það hafi verið fundið upp í
Noregi á dögum Hákonar konungs Aðalsteinsfóstra (um 935-um 960) að
nefna einungis ákveðinn fjölda þingsóknarmanna frá hverju byggðarlagi. I
elstu gerð Gulaþingslaga (Ólafstexta) er gert ráð fyrir um það bil 400
nefndarmönnum, en frá Sunnmæri máttu raunar mæta eins margir og vildu,
þannig að fjöldinn var ekki fast ákvarðaður. En með þessu þykjast Norðmenn
21 Ólafur Lárusson (1958), 120 („Grágás"). — Sigurður Líndal (1969), 9.
28 B0e (1965), 178-80.
29 B0e (1965), 182.
30 Tacitus (2001), 68-69 (11. kap.).