Gripla - 01.01.2002, Síða 18
16
GRIPLA
hafa hvorki meira né minna en uppgötvað fulltrúaþingið. Taranger heldur því
ffam að „nordmændene ... bygget en repræsentativ lagtingsforfatning, som ingen
germanske folk har maken til ...“, og það „maa betegnes som en i den ger-
manske retshistorie enestaaende legislativ bedrift“.31 Islendingar eru þannig
ekki einir Norðurlandaþjóða um að þykjast hafa uppgötvað stjómarhætti lýð-
ræðissamfélagsins á víkingaöld.
Stofnunin dómr í elstu norskum lögum er aftur á móti sex eða tólf manna
dómsnefnd, jafnmargir menn nefndir af hvorum málsaðila. Þessi stofnun virð-
ist hafa verið ótengd þingum. En ef annar aðilinn vildi ekki hlíta dómi fór mál-
ið til dóms á þingi. Síðan er óljóst hver þróun þessara einkadóma varð, hvort
þeir gengu inn í þingin eða þingin tóku við hlutverki þeirra og dómamir hurfu
sem sérstakar stofnanir.32
Á vissan hátt má líta á það sem tímaskekkju að tala um norskan rétt á
víkingaöld og hámiðöldum af því að Noregur var þá enn að minnsta kosti
þrjú lagaumdæmi með þrennum ólíkum lögum. Því er rétt að skoða texta
Gulaþingslaga eldri sjálfan og athuga hvað þar er að finna um dóma, dóm-
störf og lögréttu. Af þeim eru varðveittir tveir aðaltextar, annar kenndur við
Ólaf konung helga (1015-28), hinn við Magnús konung Erlendsson (1163-
84), en á þeim er einkum munur í kristindómsbálki, sem skiptir okkur ekki
máli hér. Lengi hefur verið talið að texti laganna hafi upphaflega verið
skráður á síðari hluta 11. aldar.33 En síðasti útgefandi þeirra, Magnus Rindal,
gefur í skyn að það kunni eins að hafa gerst á fyrri hluta aldarinnar.34
Varðveitt handrit eru miklu yngri, elstu brotin frá síðari hluta 12. aldar eða
um 1200.35
Lítið er um heimildir sem gætu gefið hugmynd um Gulaþingslög fyrir
daga varðveittra lagatexta. Fyrst eru þau nefnd í Islendingabók Ara, þar sem
segir að Úlfljótur hafi sótt þangað fyrirmynd íslenskra laga, væntanlega á
þriðja tug tíundu aldar. Gagnstætt því segir í sögum Noregskonunga að Hákon
konungur Aðalsteinsfóstri hafí sett Gulaþingslög,36 og var það tilefni Absalons
31 Taranger (1924), 1-38 (tilv. á bls. 36 og 38). — Að þessi túlkun á þróuninni sé enn í gildi í
megindráttum, þótt aðdáunarorðin séu horfm, sýnir Jón Viðar Sigurðsson (1999), 75.
32 Halvorsen (1958), 215-17. — Andersen (1977), 248, 258-60.
33 Knudsen (1960), 559-61.
34 Den eldre Gulatingslova (1994), 12 (sbr. 5).
35 Den eldre Gulatingslova (1994), 12-22.
36 íslenzkfornrit XXIX (1985), 8-9 (Ágrip, 5. kap., þar að visu með óljósu viðbótinni: „er verit
hafði forðum"). — íslenzkfornrit XXVI (1941), 163 (Heimskringla I. Hákonar saga góða, 11.
kap.).