Gripla - 01.01.2002, Page 20
18
GRIPLA
fram hvemig þessir tveir dómar eiga að komast að niðurstöðu. En ef sakaraðili
„vill eigi dóm festa“, eins og segir í lögunum, þá fer málið til þings:39
En þeðan fcal ha/m ftefna hanom til þíngf. oc leiða vatta fína a þíngi.
alla flíca fem a dome fettum fkylldí. Nu vill hann þa enn eigi reiða. þa
fcolo þínG / me/m dóma hanom fkulld fína.
Víðar í lögunum er talað um vettvangsdóma fyrir durum verjanda.40 Ann-
ars staðar er ekki talað um tvo dóma málsaðila, heldur einn dóm, þar sem aðil-
ar nefna hvor sinn helminginn:41 „Hí/m fcal setía halvan dom við ha/m er mál
a mote hanom.“ Líka kemur víðar fram að dæmt sé á þingi í málum sem ekki
tekst að Ijúka með vettvangsdómi, og á einum stað, í ákvæðum um óðals-
brigðamál, er mælt fyrir um feril dómsmála frá einu stigi til annars, allt til lög-
réttu. Ef ekki tekst að ljúka málinu á vettvangi
þa fcal fókíande oc veriande leggía domftemno at marca / mote þeírra
a mellom. telía roftom oc fiorðongum oc fcapa til leiðar lengd. þar fem
þeír fcolo dóm fetía. þat kalla me//n fcila dom.
I vissum tilvikum átti að skjóta þessum dómi á fjórðungsþing. Ef dómsmenn
urðu ekki ásáttir þar skyldi skjóta dómnum til fylkisþings.
þa er vel ef þeír verða aller a eÍN dóm fatter. En ef þeír verða eigi a fatt-
er. þa vill annaR fkiota dome fínum ilogretto. en annaR vill una dome
fylkif manna. þa fcal hí/m af þíngí ganga er fkíota vill. oc afla fer
liðrs.42
f Gulaþingslögum eldri er enginn eiginlegur þingskapaþáttur, þar sem sagt sé
ffá starfi þings eða þinga sem slíkra, og þetta mun vera eini staðurinn í lögun-
um þar sem kemur fram að lögrétta fari með dómsvald. Þó að það komi aðeins
fram í sambandi við óðalsbrigðamál verður tæpast annað ályktað en að það sé
rétt sem fræðimenn hafa jafnan haldið fram að lögrétta hafi starfað þar sem al-
mennt æðsta dómstig.
39 Den eldre Gulatingslova (1994), 59 (37. kap.).
40 Den eldre Gulatingslova (1994), 146-47 (266. kap.).
41 Den eldre Gulatingslova (1994), 85 (86. kap.), sbr. 150-51 (269. kap.).
42 Den eldre Gulatingslova (1994), 147—48 (266. kap.).