Gripla - 01.01.2002, Side 21
AÐGREINING LÖGGJAFARVALDS OG DÓMSVALDS
19
4. Samanburður á dómskerfunum
Af því sem hér hefur komið fram má ráða að grundvallarmunur hafi verið á
dómskerfmu í Gulaþingslögum og á Islandi. Þar var lægsta dómstigið heima á
vettvangi, millistig á fjórðungsþingum og fylkisþingum, en hið æðsta í lög-
réttu, væntanlega á Gulaþingi sjálfu. A Islandi var lægsta dómstigið á vorþing-
um, millistig í fjórðungsdómum á Alþingi og hið æðsta í fimmtardómi á Al-
þingi. I rauninni kann munurinn þó ekki að hafa verið alveg svona mikill.
A Islandi þekktust líka dómar nefndir af málsaðilum og haldnir utan reglu-
legra þinga, á eða nálægt vettvangi. Duradómur kemur að vísu ekki fyrir í
Grágás og hvergi í íslenskum heimildum nema í Eyrbyggju. Þar gerði Þor-
bjöm Ormsson digri á Fróðá tilraun til að setja duradóm hjá grönnum sínum í
Mávahlíð og nefndi sex menn í hann, en heimamenn hleyptu hpnum upp.
Seinna var haldinn duradómur yfir sögufrægum afturgöngum á Fróðá. Þær
nefndu þó ekki í hann, svo að getið sé, en dómurinn virðist hafa borið árangur,
því að draugamir hurfu um leið og dómsorð var kveðið upp yfir þeim.43
I Grágás er aftur á móti talað um afréttardóma, engidóma, héraðsdóma,
hreppadóma og skuldadóma. Til greina kemur að telja sáttardóm eða sektar-
dóm í þessum flokki líka, jafnvel féránsdóm.44 Héraðsdómur getur sýnilega
verið yfirhugtak engidóms45 og annað hvort samheiti eða yfirhugtak hreppa-
dóms.46 Líklega mælir það hvergi á móti vitnisburði heimilda að líta á orðið
héraðsdóm sem samheiti þessara dóma. Allir eru þeir haldnir einhvers staðar á
eða nálægt vettvangi, utan helgaðra þinga, enda er orðið þingadómur notað
sem andheiti þeirra, um dóm sem er haldinn á þingi.47 Jafnan eru það máls-
aðilar sem nefna í héraðsdóm, þrjá menn hvor, sex menn hvor eða sækjandi
einn tólf, til dæmis ef mál er sótt gegn útlendingum eða ef hinn aðilinn neitar
að nefna í dóminn.48
Við sögur koma vettvangsdómar lítið, nema féránsdómar. Eina dæmið sem
43 íslenzk fornrit IV (1935), 35-36, 151-52 (18. og 55. kap.).
44 1 atriðisorðaskrá Grágásar (1992), 515-67, er vísað til þessara hugtaka allra í hvert skipti sem
þau koma fyrir í textanum.
45 Grágás (1992), 318 (Landabrigðisþáttur, 19. kap.). — Sbr. Grágás II (1879), 459-60 (406.
kap.).
46 Grágás (1992), 151-52 (Festaþáttur, 62. kap.), 185 (Um fjárleigur, 46. kap.). — Sbr. Grágás
Ib (1852), 73 (167. kap.); II (1879), 255-56 (222. kap.).
47 Grágás (1992), 565 (Atriðisorð).
48 Grágás (1992), 164, 183, 189-90, 202 (Um fjárleigur, 9., 43., 52.-55. og 73. kap.), 316, 337
(Landabrigðisþáttur, 19. og 43. kap.). — Sbr. Grágás II (1879), 225-26, 252-53,261-63, 281,
456-57,489-90 (185., 219., 228.-231„ 249., 406. og 430. kap.).