Gripla - 01.01.2002, Blaðsíða 24
22
GRIPLA
verið á Alþingi frá upphafi.57 Eins og oftast var í ágreiningsefnum þeirra
Maurers og Finsens hafa íslenskir fræðimenn að jafnaði fylgt Finsen.58 Ég ætla
mér ekki þá dul að komast að sannanlegri niðurstöðu um þetta efni eða um
þróun stjómkerfisins á Islandi, en einfaldast finnst mér að hugsa sér hana eins
og hér segir.
I upphafi urðu til tvenns konar þing á íslandi. Annars vegar voru héraðs-
þing sem þróuðust seinna í vorþing. Ekki þurfum við að gera ráð fyrir reglu-
legu kerfi slöcra þinga í upphafi, heldur þingi á stöku stað, eitthvað líkum því
Kjalamesþingi sem Ari segir að Þorsteinn Ingólfsson hafi haft, „ok hgfðingjar
þeir es at því hurfu“. Hins vegar var Alþing á Þingvelli, sett „at ráði Ulfljóts
ok allra landsmanna“, eins og Ari segir, sjálfsagt nokkuð ónákvæmt.59 Ekki er
ástæða til að ætla annað en að þessi þing hafi hvorutveggja dæmt í málum
manna og varla rök til að ætla annað en að dómsamkoman á Alþingi hafi get-
að kallast lögrétta, hvort sem hún hefur verið skipuð óbreyttum bændum, goð-
um, eða goðum og bændum sameiginlega, eins og var á Grágásartíma. Síðan
verður sú breyting sem Ari segir frá á lögsögumannsárum Þórarins Ragabróð-
ur, 950-69, að landinu var skipt í fjórðunga og regluleg vorþingsumdæmi. Þá
segir Ari: „En síðan váru sett fjórðungarþing."60 Flestir fræðimenn hafa gert
ráð fyrir að um leið og þetta gerðist, eða litlu síðar, hafi fjórðungsdómamir
verið stofnaðir á Alþingi.51 En það segir Ari alls ekki.
Fjórðungsþing eru ekki nefnd í neinum stjómskipunarákvæðum Grágásar
en koma fyrir einu sinni í Staðarhólsbók, í Vígslóða, þar sem segir frá sakatil-
búningi:62
Sakar þær allar sem verða með mönnum er rétt að sækja á alþingi.
Enda er rétt að sækja á héraðsþingum, hvort sem það er á fjórðunga-
57 Vilhjálmur Finsen (1888), 90-97.
58 Ólafur Lárusson (1929), 26. — Endurpr. Ólafur Lárusson (1958), 78 — Einar Amórsson
(1945), 72-73. — Jón Jóhannesson (1956-58) I, 85-86.
59 íslenzkfornrit I, 8 (3. kap.).
60 íslenzkfornrit 1,12 (5. kap.).
61 Maurer (1852), 162-63. — Maurer (1882), 146-47. — Ólafur Lárusson (1929), 26. — Endur-
pr. Ólafur Lárusson (1958), 78. — Einar Amórsson (1945), 73-74. — Jón Jóhannesson
(1956-58) I, 86. — Vilhjálmur Finsen hefur hér nokkra sérstöðu því að hann telur sennilegast
að skipting gamla alþingisdómstólsins (sem hann reiknar með fyrir fjórðungaskiptingu) í fjóra
fjórðungsdóma hafi orðið smám saman og óformlega, ef til vill ekki fyrr en undir stofnun
fimmtardóms, sem hann tímasetur 1004. — Vilhjálmur Finsen (1888), 95.
62 Grágás (1992), 249 (Vígslóði, 66. kap.). — Sbr. Grágás II (1879), 356 (328. kap.). — Grágás
III (1883), 606 (Ordregister).