Gripla - 01.01.2002, Side 25
AÐGREINING LÖGGJAFARVALDS OG DÓMSVALDS
23
þingum, þá er þau eru höfð og fjórðungsmenn allir eiga þar saman
sóknir. Enda er rétt á vorþingum þeim öllum er aðiljar eru allir sam-
þinga, og svo þeir menn allir er fyrir sökum eru hafðir.
Þetta reynist vera kjami laganna sem Ari eignar Þórði Ólafssyni gelli, þegar
hann lagði á ráð um fjórðungaskiptingu landsins. Áður vom það lög, segir Ari,
„at vígsakar skyldi sækja á því þingi, es næst vas vettvangi“. Þess vegna hafði
Þórður orðið að sækja brennumál Þorkels Blund-Ketilssonar suður í Borgar-
fjörð, þar sem Tungu-Oddur kom með ofbeldi í veg fyrir að dæmt yrði í því.
Eftir það vakti Þórður máls á því á Lögbergi, „hvé illa mgnnum gegndi at fara
í ókunn þing at sœkja of víg eða harma sína ...“. í framhaldi af því var landinu
skipt í fjórðunga og ákveðið að „skyldu þingunautar eiga hvar saksóknir
saman ,..“.63 Það kemur skemmtilega vel heim við þetta að sagt er frá því í
Eyrbyggju að Þórður gellir hafi sett fjórðungsþing Vestfirðinga á Þórsnesi á
Snæfellsnesi.64 Með því náði hann tilgangi sínum með fjórðungaskiptingarlög-
unum, að losna við að þurfa að sækja mál sín í önnur hémð, en lausnin hefur
ekki verið eins heppileg fyrir Borgfirðinga.
Af fjórðungsþingum fer annars litlum sögum. Ólafur Lámsson hefur fjall-
að um alla heimildarstaði þar sem þau eru nefnd. Hann kannaði líka í íslend-
ingasögum dómsmál sem komu til héraðsþinga en ekki Alþingis, þegar söku-
nautar vom samfjórðungsmenn en ekki úr sama vorþingsumdæmi, og réði af
því að fjórðungsþing hefðu verið haldin fram á 11. öld. En sjálfur viðurkenndi
Ólafur, það sem varla þarf að taka fram lengur, að gildi þessara heimilda er af-
ar ótraust.65 Ekki sé ég þó ástæðu til að efa þá ályktun Ólafs að fjórðungsþing
hafi komist á. Því veldur einkum ein heimild sem hann ræðir. f einu elsta land-
fræðiriti okkar, kirknatali Skálholtsbiskupsdæmis sem er eignað Páli biskupi
Jónssyni og er þá frá því um 1200, segir að fjórðungsþingstaður fyrir Aust-
firðingafjórðung hafi verið í Lóni, fyrir Sunnlendingafjórðung undir Ármanns-
felli (eða Mosfelli í sumum handritum) og fyrir Vestfirðingafjórðung á Þórs-
nesi.66 Um Norðlendingafjórðung segir ekkert hér, vegna þess að kirknatalið
nær aðeins yfir Skálholtsbiskupsdæmi.
Það virðist vera afar óhentug ráðstöfun að stofna í einu lagi sérstök dóm-
63 íslenzkfornrít I (1968), 12 (íslendingabók, 5. kap.).
64 íslenzkfornrít IV (1935), 18(10. kap.).
65 Ólafur Lárusson (1926), 4-17.
66 íslenzktfornbréfasafnXII (1923-32), 5, 8, 12 (nr. 1). — Sveinbjöm Rafnsson (1993), 94-95,
98-101, 114-16.