Gripla - 01.01.2002, Síða 26
24
GRIPLA
þing fyrir hvem landsfjórðung og dómstóla á Alþingi til þess að dæma í mál-
um úr þessum sömu fjórðungum. Sennilegra er hitt, að fyrst hafi fjórðungs-
þingin verið stofnuð — þótt óþarft sé að gera ráð fyrir að þau hafi alls staðar
verið haldin reglulega. Síðan hafí menn komist að þeirri niðurstöðu að það
væri fyrirhafnarminna, og kannski ömggari vöm gegn ofríki héraðshöfðingja,
að halda öll fjórðungsþingin á Þingvöllum um leið og Alþingi var haldið þar
og breyta þeim þannig í deildir innan Alþingis. Hugmyndin getur vel hafa
sprottið af því að fjórðungsþing Sunnlendinga var haldið undir Armannsfelli,
aðeins snertispöl frá þingstað Alþingis. Þetta hefur verið gert með formlegri
lagabreytingu, enda eru rækileg ákvæði um fjórðungsdóma í þingskapaþætti
Grágásar.67 Það skýrir hve vandlega ákvæðum um fjórðungsþing hefur verið
mtt út úr löggjöfinni, þannig að aðeins sér eina litla leif eftir þau í Staðarhóls-
bók.
Vonlaust er að reyna að komast að niðurstöðu um hvenær þessi breyting
var gerð, en síðari tímamörk virðast vera við stofnun fímmtardóms, og hann
segir Ari vera stofnaðan á lögsögumannsárum Skafta Þóroddssonar, fyrir
1030.68 Varla er unnt að ganga framhjá því að nafnið fimmtardómur merki
„hinn fimmti dómur“, þótt menn hafi raunar leitað annarra skýringa á því.69 Þá
hljóta fjórðungsdómar að vera eldri, ef það hefur ekki gerst samtímis að fjórð-
ungsþingunum væri breytt í fjórðungsdóma og fimmtardómur stofnaður.
Fjórðungsþing kunna því að hafa verið í lögum í allt að átta áratugi, frá 950 til
1030, ef við treystum tímatali Ara.
Hvemig sem þetta hefur gerst nákvæmlega, hefur flutningur fjórðungs-
þinganna inn á Alþingi orðið til þess að þar, og kannski á norrænu þingi yfir-
leitt, hafa í fyrsta skipti verið ólíkar stofnanir á sama þinginu. Þá hafa í fyrsta
sinn skapast forsendur fyrir hlutverkaskiptingu milli stofnana á þingi, að lög-
réttan héldi sig við að ráða lögum og lofum, en fjórðungsdómamir dæmdu í
málum milli einstaklinga. Það getur skýrt þá aðgreiningu löggjafarvalds og
dómsvalds sem við finnum í löggjöf þjóðveldisins. Ekki þurfum við að gera
ráð fyrir að lögrétta hafi dæmt í málum sem risu á milli manna úr tveimur
67 Grágás (1992), 371^100 (Þingskapaþáttur, 1.-23. kap.). — Grágás Ia (1852), 38-77 (20.-42.
kap.).
68 lslenzkfornrit I (1968), 19 (íslendingabók, 8. kap.). — Ég sé ekki gild rök fyrir því, sem oft er
haldið fram, að fimmtardómur haft verið stofnaður á fyrstu lögsögumannsárum Skafta, 1004
eða 1005, fremur en síðar. Einna helst virðist sú ályktun vera leif af tilraunum til að koma
staðreyndum um stofnun dómsins heim og saman við frásögn Njálu af þessum atburðum, sem
annars hefur löngu verið hafnað. — Bogi Th. Melsteð (1910), 428-29.
69 Einar Amórsson (1945), 94.