Gripla - 01.01.2002, Síða 27
AÐGREINING LÖGGJAFARVALDS OG DÓMSVALDS
25
fjórðungum; í Grágás kemur glöggt fram að mál skyldu sótt í fjórðungsdómi
vamaraðila, hvaðan sem sækjandi kom:70 „á hann [þ.e. sækjandi] að segja í
þann dóm sök sína er sá goði er í fjórðungi, er í gegn gekk [þ.e. meðgekk]
þingfesti hans“. Þetta sýnir að fjórðungsdómar á Alþingi dæmdu ekki aðeins í
málum samfjórðungsmanna, heldur hverra sem var, enda kom það ekki í hlut
fimmtardóms, þegar hann var stofnaður, að dæma í málum milli manna úr
tveimur fjórðungum. Til hans komu einkum mál sem ekki tókst að ná sam-
stöðu um í fjórðungsdómum eða mál sem spruttu upp í sjálfum málarekstrin-
um, svo sem um ljúgkviði, ljúgvitni og mútur.71
Unnt er að hugsa sér margar mótbárur gegn þessari túlkun. I fyrsta lagi má
segja að lítið verði úr þeim venjurétti sem réttarsögufræðingar segja gjaman
að hafi ríkt meðal germanskra þjóða fyrir ritöld, ef gert er ráð fyrir að dóms-
kerfinu hafi verið gerbreytt tvisvar milli upphafs Alþingis og stofnunar
fímmtardóms. En ég held að við verðum óhjákvæmilega að gera ráð fyrir að
venjuréttarhugmyndir hafi horfið á þessu sviði við flutning í nýtt land og
stofnun stjómkerfis á því. Menn vissu að Alþingi, vorþing og fjórðungsþing
vom ekki reist á góðum og gömlum rétti. Því nutu þessar stofnanir ekki helg-
unar af venju, og mátti skáka þeim til eftir því sem virtist hentugast.
I öðm lagi má spyrja hvers vegna Ari segi ekki frá svo merkri nýjung sem
stofnun fjórðungsdóma á Alþingi, ef hann telji þá ekki innifalda í stjómskip-
unarbreytingu Þórðar gellis. Því má svara á ýmsan hátt. Öllum getur yfirsést,
jafnvel Ara fróða. Ef fimmtardómur var stofnaður um leið og fjórðungsdómar,
og Ara fannst að lesendur sínir hlytu að vita það, þá má segja að stofnun fjórð-
ungsdómanna kunni að vera falin í setningu hans um Skafta Þóroddsson lög-
sögumann:72 „Hann setti fimmtardómslgg ..." Loks má benda á að höfuð-
smiður fjórðungsþinganna, Þórður gellir, var forfaðir Ara, og hann hafði kom-
ið þeim á til þess að geta sótt mál gegn utanhéraðsmönnum heima í heimkynn-
um sínum við Breiðafjörð. Kannski var afnám fjórðungsþinganna aumur blett-
ur á heiðri ættarinnar.
í þriðja lagi má andæfa kenningu minni með því að segja að stofnun
fimmtardóms sýni að fjórðungsdómamir þóttu ekki nægja sem handhafar
dómsvalds. Það er óneitanlega dálítið mótsagnarkennt að gera ráð fyrir að að-
greining valdþátta milli lögréttu og fjórðungsdóma hafi orðið til sem handhæg
10 Grágás (1992), 373 (Þingskapaþáttur, 3. kap.). — Sbr. Grágás Ia (1852), 41 (22. kap.). —
Grágás III (1883), 607 (Ordregister).
71 Grágás (1992), 400-01 (Þingskapaþáttur, 25. kap.). — Grágás Ia (1852), 77-78 (44. kap.). —
Grágás III (1883), 605 (Ordregister).
72 íslenzk fornrit I (1968), 19 (íslendingabók, 8. kap.).