Gripla - 01.01.2002, Page 28
26
GRIPLA
verkaskipting, af því að hvorartveggja stofnanimar voru á sama þingvelli á
sama tíma, en svo hafi þótt þörf á að stofna fimmta dómstólinn til að dæma í
málum sem fjórðungsdómamir réðu ekki við. Hvers vegna fékk lögréttan þau
mál ekki til meðferðar?
Ég veit það ekki nákvæmlega. En vel getur það hafa skipt máli að ein-
hvers staðar á leiðinni milli Gulaþingslaga og þess skipulags sem er lýst í
Grágás varð gerbreyting á íslensku lögréttunni. Norsku lögréttumar voru
samkomur nefndra bænda, en á Alþingi Islendinga sátu goðar á miðpalli lög-
réttu og réðu þar einir lögum og lofum, með litlum hópi uppbótarmanna fyrir
minni fjórðungana, sem hafa væntanlega oft verið menn sem áttu hlut í goð-
orðum. Engin leið er að vita hvort þessi skipun var upprunaleg á Alþingi.
Maurer taldi að goðar hefðu ekki sest í lögréttu fyrr en hán hafði látið af
dómstörfum.73 Absalon Taranger hélt að Alþingi íslendinga hefði framan af
verið al-þing, þangað til íslendingar tóku það eftir Norðmönnum að nefna
bændur í dóma, um leið og þeir skiptu landinu í fjórðunga og greindu á milli
löggjafarvalds og dómsvalds.74 Einar Amórsson taldi víst að goðamir hefðu
setið í lögréttu frá upphafi en var í vafa um hvort einhverjir fleiri hefðu átt
sæti þar.75 Óneitanlega kemur það best heim við það sem við vitum um lög-
réttu Gulaþingslaga að halda, líkt og Maurer, að goðar hafi upphaflega nefnt
bændur til setu í lögréttu en síðar sest þar sjálfir og tekið atkvæðisréttinn af
bændunum.
Hvemig sem það var má telja líklegt að í upphafi 11. aldar, þegar menn
tóku að ræða nauðsyn þess að stofna hinn fímmta dóm, hafi lögrétta verið orð-
in stofnun sem svipaði lítið til dómstóla eins og þeir gerðust á íslandi og í
Noregi. Jafnvel er hugsanlegt að það hafi verið talið starf óbreyttra bænda,
ósamboðið goðorðsmönnum, að fella dóma í formlegum dómstólum. Þannig
má skýra það að æðsti dómstóllinn varð sérstakur nefndardómur en ekki lög-
rétta sjálf.
6. Hvað felst í aðgreiningu valdsviðanna?
Það líkan af hugsanlegri þróun íslenska stjómkerfisins á þjóðveldisöld sem er
dregið upp hér á undan á að sýna það eitt að hugsanlegt er að löggjafarvaldið
73 Maurer (1852), 151-52. — Maurer (1882), 135-37. Sbr. nmgr. 56 hér að framan.
74 Taranger (1924), 15-17,38.
75 Einar Amórsson (1945), 44.