Gripla - 01.01.2002, Qupperneq 29
AÐGREINING LÖGGJAFARVALDS OG DÓMSVALDS
27
og dómsvaldið hafi greinst í sundur á ólíkar stofnanir án þess að nokkur mað-
ur hefði slíka aðgreiningu beinlínis að markmiði, án þess að hún hefði nokk-
um sérstakan pólitískan tilgang. Nú skal kannað hvað má ráða af heimildum
um þetta aðgreinda stjómkerfi, eftir að það var komið á, um markmið þess að
skilja löggjafarvald og dómsvald að. Því aðeins getur aðgreiningin talist veru-
lega merkileg nýjung að hún hafi átt sér pólitískan tilgang, eitthvað svipaðan
þeim sem Montesquieu sá með því að greina þessa þætti ríkisvaldsins að.
Hve óháð var dómsvaldið löggjafarvaldinu? Goðar vom handhafar lög-
gjafarvaldsins; þeir sátu á miðpalli lögréttu og réðu þar lögum og lofum, sagði
í Grágás. í dómunum sátu bændur, en þeir voru tilnefndir af þessum sömu
goðum. Um fjórðungsdóma segir í Grágás:76 „Skal goði hver nefna sinn þriðj-
ungsmann í dóm nema hann hafi lögréttumanna lof til annars.“ Um fimmtar-
dóm segir:77
Mann skal nefna í dóm þann fyrir goðorð hvert hið foma, níu menn úr
fjórðungi hverjum. Goðar þeir er hin nýju goðorð hafa, þeir skulu
nefna eina tylftina í dóminn. Þá verða femar tylftimar, og em þá menn
tólf úr fjórðungi hverjum með þeim ...
Loks er að nefna ákvæði um vorþing:78 „Goðar skulu þar dóm nefna, og skal
hver þeirra tólf menn nefna í dóm ...“ Handhafar löggjafarvaldsins, goðamir,
réðu því á vissan hátt yfir dómunum með því að ákveða hvaða bændur þeir
nefndu í þá.
Nú verður auðvitað alltaf að velja dómara á einhvem hátt. Aðeins í kvið-
dómakerfi, þar sem tilviljun mun ráða vali dómara, og í Bandaríkjunum, þar
sem dómarar eru gjaman kosnir í almennum kosningum, þekki ég til dóms-
valds sem er óháð öðmm þáttum ríkisvaldsins og sækir umboð sitt beint til al-
mennings. Hjá okkur eru dómarar annað hvort skipaðir af forseta samkvæmt
tilnefningu dómsmálaráðherra eða af dómsmálaráðherra sjálfum,79 fram-
kvæmdavaldsaðila, sem er aftur óbeint valinn af löggjafarþinginu í gegnum
þingræðisreglu. Samt emm við vön að segja að dómsvald okkar sé sjálfstætt
og óháð löggjafarvaldi og framkvæmdavaldi.
Ef að er gáð er raunar mikill munur á sjálfstæði dómsvaldsins hjá okkur og
76 Grágás (1992), 371 (Þingskapaþáttur, 1. kap.). — Sbr. Grágás Ia (1852), 38 (20. kap.).
77 Grágás (1992), 400 (Þingskapaþáttur, 24. kap.). — Sbr. Grágás Ia (1852), 77 (43. kap.).
78 Grágás (1992), 415 (Þingskapaþáttur, 38. kap.). — Sbr. Grágás Ia (1852), 98 (57. kap.).
Lög um dómstóla 1998, nr. 15, 25. mars, 4. og 12. gr.
79