Gripla - 01.01.2002, Side 30
28
GRIPLA
í þjóðveldinu. Dómarar okkar eru að vísu skipaðir af framkvæmdavaldinu, en
leitast er við að tryggja að þeir séu óháðir þessu framkvæmdavaldi eftir að þeir
hafa verið skipaðir. I samfélagi okkar, sem notum ekki kviðdóma, eru dómar-
ar sérfræðingar sem hafa væntanlega fengið sérstaka þjálfun í að meta mála-
vexti af hlutlægni og hafa sinn eigin starfsmetnað. Bæði hæstaréttardómarar
og héraðsdómarar eru skipaðir ótímabundið,80 og í stjómarskrá okkar er sér-
stakt ákvæði til að tryggja sjálfstæði dómara:81
Þeim dómendum, sem ekki hafa að auk umboðsstörf á hendi, verður
ekki vikið úr embætti nema með dómi, og ekki verða þeir heldur fluttir
í annað embætti á móti vilja þeirra, nema þegar svo stendur á, að verið
er að koma nýrri skipun á dómstólana.
Engin hliðstæð lagaákvæði eru í Grágás, og hvergi kemur þar fram annað en
að menn hafi verið nefndir til dómsetu einungis til eins þings í hvert skipti.
Það er að vísu hvergi tekið beinlínis fram að dómnefna eigi aðeins við eitt
þing, en engin ákvæði eru þar um margs konar úrlausnarefni sem mundu
koma upp ef menn hefðu verið nefndir til að sitja lengur í dómi en á einu
þingi, svo sem um forföll dómanda, vanrækslu hans að sækja þing eða aldurs-
mörk. Bændur hljóta að hafa verið nefndir til dómsetu fyrir hvert þing fyrir
sig. Ef goða líkaði ekki hvemig ákveðinn bóndi dæmdi þá gat hann forðast að
nefna hann nokkru sinni í dóm aftur.
Aðra leið höfðu goðar til þess að stýra niðurstöðum dóma. í mörgum til-
vikum, kannski flestum, lítur út fyrir að valdið til að ráða dómsniðurstöðum
hafi fremur verið í höndum kviðmanna en dómara. Kviður bar um hvort hann
teldi mann sannan að sök eða ekki, og bæri kviður á mann eða af manni sök,
þá er alls óvíst að dómarar hafi haft mikið svigrúm til að ráða niðurstöðu
dóms. Nú vom kviðir af tveimur gerðum, búakviðir, sem vom settir saman af
nágrönnum sakbomings eða vettvangs, og godakviðir eða tylftarkviðir, sem
goði nefndi í, sat í og stýrði sjálfur, venjulega goði sakbomings. Búakviður
hefur sýnilega verið langtum algengari og ráðið niðurstöðum flestra dóms-
mála, en goðakviður skorið úr um mál sérstakrar gerðar, þar sem síst var
nokkur möguleiki á að komast að sannri niðurstöðu en þurfti þó úrskurð um.82
Eg sé því engar sérstakar líkur til að goðar hafi almennt ráðið niðurstöðum
80 Lög um dómstóla 1998, nr. 15, 25. mars, 4. og 12. gr.
81 Stjómarskrá lýðveldisins Islands 1944, nr. 33, 17. júní, 61. gr.
82 Gunnar Karlsson (2001), 229^12.