Gripla - 01.01.2002, Page 36
34
GRIPLA
í ljósi þessara hugmynda held ég því fram að meginmunurinn á eddu-
kvæðum annars vegar og vestgermönskum kveðskap hins vegar sé að í eddu-
kvæðunum skipi tónrænu þættimir hærri sess, og hægt sé að greina þá sem
ferhendur.
Úr því að edduhættimir em músíkalskari en þeir vestgermönsku má halda
því fram, í anda Romans Jakobsons, að þeir hafi um leið verið ljóðrænni (lýr-
ískari). En Jakobson telur að það sem hann kallar ljóðrænuhlutverk (lýríska
funksjón) máls og tjáskipta eigi betur heima í bundnu máli (þ.e. því sem hlýð-
ir tónrænum lögmálum í átt við það sem lauslega var lýst hér á undan), en að
það sem flokkast sem frásögn (epík) sé betur tjáð í óbundnu máli. Tónræna og
ljóðræna edduháttanna fer þá saman, og dróttkvæðin ganga hér auðvitað enn
lengra.
2. Fomgermanskir bragarhættir
Langfrægasta, og um leið áhrifamesta, greining á fomgermönskum bragar-
háttum er kerfi Eduards Sievers, sem hann greinir frá í bók sinni Altgermani-
sche Metrik frá 1893. Grunneiningar þessa kerfis eru stuttlínur með tveimur
risum. Þessar stuttlínur flokkar Sievers í fimm gerðir, sem sýndar eru á ein-
faldan hátt í (1) með dæmum, annars vegar úr Bjólfskviðu og hins vegar úr
eddukvæðum. Kerfi þetta hefur verið kallað „Fiinftypensystem" á þýsku, en í
stuttu máli byggist það á því að gert er ráð fyrir að fjórar bragstöður (Glieder)
séu í hverri stuttlínu. Einfaldasta uppfylling þessa bragforms var að mati Sie-
vers að eitt atkvæði væri í hverri stöðu, og hver þessara staða gat verið sterk
(ris, Hebung) eða veik (hnig, Senkung). Ef allir möguleikar um dreifíngu risa
væm nýttir, gæfi það 6 gerðir (4!=3+2+l), en þar sem Sievers gerir ráð fyrir
að ekki hafi mátt standa tveir sterkir liðir í lok línu, urðu gerðimar einungis
fimm.
(1) A S V S V
borgir þessar (Grípisspá 1,2)
geong in geardum (Beowulf 14a)
‘ungur í görðum’
B V S V S
þeir er hprg ok hof (Völuspá 7,3)