Gripla - 01.01.2002, Page 42
40
GRIPLA
Þau lögmál sem hér um ræðir eru sem sé algild að því er virðist og byggja á
sömu sálfræðilegu eiginleikum og tónlistarform. Hrynjandi tónlistar og máls
byggist á endurtekningu og breytileika. I tónlistinni ríkir taktur, tvískiptur, þrí-
skiptur eða fjórskiptur; og fjórir fjórðu er með einföldustu takttegundum í tón-
list. Ferhendulögmálið, sem svo má kalla, byggir á þessum einfalda takti,
þ.e.a.s. víxlum milli sterks og veiks slags, riss og hnigs. Þetta er endurtekið
tvisvar sinnum tvisvar, þannig að til verður ferkveðin lína; tvíliðimir mynda
pör af tvíliðum (eins og venja er að tala um hákveður og lágkveður í íslenskri
bragfræði), og svo spinnst þetta áfram: pör tvíliða, þ.e. línur, mynda línupör,
og línupörin mynda parapör, þ.e.a.s. ferhenda vísu. Dæmi um þetta er sýnt í
(12), en form með þessu rímmynstri og hrynjandi er kallað stafhenda í ís-
lenskri bragfræði:
(12) (s s) (s s)
Viltu heyra, væna mín, (2x2)
(s s) (s s)
vísur, sem ég kvað til þín (2x2)
(s s) (s s)
eina þögla þorranótt, (2x2)
(s s) (s s)
þegar allt var kyrrt og rótt (2x2)
(Sveinbjöm Beinteinsson, sbr. Óskar Ó. Halldórsson 1972:58)
Samkvæmt hugmyndum þeirra erlendu fræðimanna sem hér var vitnað til er
það engin tilviljun að ferhendur em svo algengar sem raun ber vitni. Þær em
það vegna þess hversu eðlilegt bragform þær em, miðað við sálfræðilega eða
meðfædda tilhneigingu okkar til að skynja (tvískiptan og þar með fjórskiptan)
takt.
2x4
2x4
(4x4)
4. Fomyrðislag sem ferskeytla
En víkjum nú að því hvemig edduhættimir líta út frá þessu sjónarmiði og
byrjum á fomyrðislagi. I (13) er sýnt hvemig greina mætti fyrstu vísu Völu-
spár sem ferhendu:3
3 í þessari greiningu geri ég ráð fyrir að einfaldasta leiðin til að mynda ris í fomyrðislagi sé með
aðaláherslu orðs (sbr. hér á eftir). Þess vegna væri t.d. óeðlilegt að gera ráð fyrir að línuhelm-
ingurinn mQgo Heimdalar greinist: |niQgo Heim\dalar með síðari lið samsetningarinnar sterk-
ari en þann fyrri.