Gripla - 01.01.2002, Síða 45
FERHEND HRYNJANDI
43
(16) s s s s
Þegi þú, Frigg, þú ert Figrgyns mær
s s s
ok hefir æ vergigrn verit,
s s s s
er þú Véa ok Vilia léztu þér, Viðris kvæn,
s s s
báða í baðm um tekit.
(Lokasenna 26,1-3)
Þetta minnir mjög á uppsetningu venjulegrar ferskeytlu, sem hefur fjóra brag-
liði í forlínu og þrjá í síðlínu.
5. Um mismunandi hrynjandi
En víkjum nú nánar að muninum á hrynjandi rímnahátta og edduhátta. Við
höfum séð að það er marktækur munur á hrynjandi háttanna, og skal nú reynt
að útskýra í hverju þetta liggur. í stuttu máli sagt, liggur munurinn í því hvem-
ig varpað er milli texta og brags, þ.e. hvemig hinu ferskeytta formi er full-
nægt. Hrynjandi edduhátta byggist á orðum, en rímnahrynjandi byggir á at-
kvæðum.
Allur háttbundinn kveðskapur hefur form og texta. Formið em bragar-
hættimir, svo sem sonnetta og ferskeytla, en textamir em sjálf kvæðin, eins og
Ég bið að heilsa eða Enginn grætur íslending. Bragfræðileg greining er fólgin
í því að skilgreina formið og lýsa því hvemig því er fullnægt í hverju tilviki,
hverjum texta, þ.e.a.s. kvæði eða vísu. Um þetta hefur þróast allmerkilegt
kerfí kenninga, sem málvísindamenn hafa búið sér til. Hér skal einkum vitnað
til þeirra Kristinar Hanson og Pauls Kiparskys, en þau hafa nýlega birt tvær
greinar um þessi efni sem hafa má gagn af (sjá Hanson & Kiparsky 1996,
1997).
Samkvæmt kenningum Hansons og Kiparskys (1996) má greina hrynjandi
bragarhátta á einfaldan og skýran hátt með því að vísa til kosta (parameters)
sem bragkerfum em boðnir. Gmndvallaratriði þessarar kenningar er (sbr.
1996:292) að reglur um bragarhætti séu skilgreindar í tveimur stigum. Annars
vegar séu skilgreindar reglur um formgerð háttarins (stmcture), t.d. hversu
margir bragliðir em í hættinum, og hvort liðimir eru hnígandi (trókískir eða
daktýlskir, réttir, skv. íslenskri bragfræðimálvenju) eða rísandi (jambískir eða