Gripla - 01.01.2002, Side 46
44
GRIPLA
anapestískir, öfugir skv. íslenskri venju). Þessar skilgreiningar segja þá til um
hvort bragarháttur er t.d. ferkveðinn og hnígandi eins og ferskeytlan, eða
fimmkveðinn og rísandi eins og sonnettan.
A hinn bóginn eru svo reglur um það sem kalla mætti birtingu (realiza-
tion) formsins. Þetta eru reglumar um það hvemig textar fullnægja forminu.
Hér em t.d. reglur um það hvers konar mállegar einingar geta staðið í hverri
stöðu háttarins. T.d. er gert ráð fyrir að ólíkir bragarhættir hafi misjafnar regl-
ur um stærð bragstöðunnar, þ.e. hvort hún miðast við dvöl (móm), atkvæði,
áherslulið eða orð. (Ég feitletra hér tvo af þessum stofnliðum, en það eru ein-
mitt þeir sem skýra muninn á rímnaháttum og edduháttum, eins og brátt mun
sýnt. Hinar einingamar skipta hér minna máli.) Önnur athyglisverð breyti-
stærð sem Hanson og Kiparsky gera ráð fyrir snýst um það hvort skiptir máli
sterk eða veik staða í bragnum. Þau gera ráð fyrir að hættimir geti ýmist skil-
greint takmarkanir sínar út frá hnigi, þ.e. veikri stöðu í bragnum, eða út frá
risi, þ.e. sterkri stöðu. í þessum anda gera þau ráð fyrir að hinn enski jambíski
fimmliðuháttur, eins og hjá Shakespeare, sem oft hljómar ómstríður í íslensk-
um eyrum, búi við birtingarreglur þar sem veika staðan í braglínunni lúti
strangari takmörkunum en sú sterka.61 síðasta lagi gera þau Hanson og Kipar-
sky ráð fyrir að bragarhættir geti valið milli þess hvers konar hljóðkerfiseigin-
leikar greina á milli sterkrar og veikrar einingar, hvort það er t.d. atkvæða-
þungi, áhersla (styrkur atkvæða), eða þá tónhæð.
Hér er stungið upp á því að það sem skilur á milli rímnaferskeytlunnar og
fomyrðislags séu einmitt mismunandi lögmál um birtingu bragformsins.
Þessar reglur, sem mætti e.t.v. kalla bragstíl kveðskaparins, em aðrar í fom-
yrðislagi en í rímnaferskeytlunni. Það sem munar er í einfölduðu máli, að rím-
urnar telja atkvæði og áherslur innan orða, en edduhættirnir telja orð og
áherslur innan setninga.
6. Atkvæðatalning og orðatalning
í rímnaháttum er meginreglan sú að eitt atkvæði samsvari hverri bragstöðu.
Það er t.d. föst regla í rímum eftir hljóðdvalarbreytingu, að ris em borin af
einu áhersluatkvæði, og hnig em líka langoftast bara eitt atkvæði. I fmmlínum
eru jafnan sjö atkvæði, og í síðlínum sex, jafnmörg og bragstöðumar. Þetta
sést í vísunni alkunnu eftir Kristján Jónsson:
6 Fróðlegt gæti verið að huga að hrynjandinni hjá Hallgrími Péturssyni í þessu ljósi, en Passíu-
sálmamir era oft býsna ómstríðir miðað við rímumar, sbr. t.d. Atla Ingólfsson 1994:419-59.