Gripla - 01.01.2002, Page 48
46
GRIPLA
áhersla.7 Það er sem sé setningahrynjandi sem byggt er á, því afstæður styrkur
orða ræðst af setningaráherslunni. Það sem bragurinn krefst er að fjögur ris
verði mynduð, og þau eru rétt mynduð ef í textanum finnast fjögur orð sem
geta borið þessi ris í krafti stöðu sinnar gagnvart reglum um setningaráherslu.
Þetta hefur það auðvitað í för með sér að atkvæðafjöldi í fomyrðislagi er mun
breytilegri en í rímnaferskeytlum og dróttkvæðum, eins og fram hefur komið.
Þar sem mismörg atkvæði lenda í veiku stöðunum, geta línur sem best
endað á tveimur áherslulausum atkvæðum fyrir aftan lokarisið, eins og við sá-
um að verður í línunni: meiri ok minni mggo Heimdalar. Og einnig eru dæmi
þess að sterku atkvæðin standi hlið við hlið án nokkurs veiks atkvæðis á milli:
(20) s s s s
ok í hQll Hárs hána brendo, (Völuspá 21,5)
Hins vegar er ekki leyfilegt að hafa fleiri en fjögur sterk orð í hverri línu.
Þannig er lína eins og þessi óleyfileg í fomyrðislagi, vegna þess að þar eru
fimm sterk orð:
(21) s s s s s
*Hlióðs bið ek alla helga mggu Sigfpður
I ferskeyttum rímnahætti er atkvæði hins vegar stærsta einingin sem rúmast í
bragstöðu, og þess vegna verður línan í (19) ótæk sem ferskeytlulína við að
einu atkvæði er ofaukið í lokin. (Frá þessu er sú undantekning sem minnst var
á í 6. nmgr., að tvö áherslulítil atkvæði geta staðið í veikri stöðu inni í línu, og
eins er leyfilegt að hafa eitt atkvæði sem forlið í upphafi línu.) Þess má geta að
gera má ráð fyrir að dróttkvæður háttur og a.m.k. sumir aðrir skáldahættir hafi
fylgt sömu reglu og rímumar, og þá liggur kannski beint við að telja að rímna-
stíllinn eigi uppruna sinn í dróttkvæðum.
Góð dæmi til að bera saman hrynjandi rímnahátta og edduhátta eru línur
eins og Völuspárlínan í (20): ok í hgll Hárs hána brendo, og línan: Ofar stend
ég efstu grösum úr breiðhendunni sem tilfærð er í (14). Báðar þessar línur hafa
sjö atkvæði, en risin lenda á ólíkum stöðum. Varla kæmi til greina að
skandera eddulínuna eins og gert er í (22a), en það væri regluleg atkvæða-
bundin greining í anda rímnanna, eins og sýnt er í (22b).
7 Um muninn á orðáherslu og seUiingaráhersIu í nútímamáli má lesa í greinum mínum frá 1983
og 1985.