Gripla - 01.01.2002, Page 51
FERHEND HRYNJANDI
49
ar verið orð, og að hrynjandin hafi byggst á setningaráherslu, en að í gagnsæj-
um samsettum orðum hafi aukaáhersla á síðari lið getað borið ris. í rímnafer-
skeytlu síðari tíma er hins vegar gengið út frá atkvæði, og að styrkurinn mið-
ist við hrynrænt áherslumynstur, sem hefur það meðal annars í för með sér að
aukaáhersla kemur fram á ójöfnun atkvæðum í orðmyndum eins og Islending
frekar en á síðari samsetningarlið.10
Það sem verður þá einna mest áberandi munur á rímnaferhendu og fom-
yrðislagi er að hrynjandi þess síðamefnda er, eins og menn hafa löngum vit-
að, meira í ætt við lausamálshrynjandi, vegna þess að áherslumar sem ráða
em Kkari því þegar orð fá áherslu í setningum. Einnig verður atkvæðafjöldinn
breytilegri vegna þess að atkvæðafjöldi orða er breytilegur, frá einu og upp í
þrjú (og í sumum enn fleiri) atkvæði. Hrynjandi rímnaháttanna byggist á því
að hvert atkvæði er sjálfstæð eining í hrynjandinni, hvort sem það er sterkt
eða veikt í bragnum, taktslátturinn verður smágervari og atkvæðafjöldinn
reglulegri. Það er hins vegar alls ekki nógu nákvæmt að segja að hrynjandi
fomyrðislags sé óreglulegri en hrynjandi rímnaferskeytlu. Fomyrðislag er al-
veg jafn háttbundið og reglulegt og rímnahættir, það lýtur bara öðrum lög-
málum.11
7. Ljóðaháttur sem liðfellt og stýft fomyrðislag
En víkjum nú að ljóðahætti, en það er gamalt umhugsunarefni hvemig skilja
beri hrynjandi hans og skyldleika við fomyrðislagið. Venja er að prenta
ljóðahátt í sex línum, þar sem síðasta línan í vísuhelmingi er lengri en hinar
tvær, oft kölluð fulllína (Vollzeile á þýsku). En eins og bent var á hér að
framan, má fullt eins skrifa vísuhelming í ljóðahætti sem tvær línur eins og
hér sýnt:
10 Eins og Sveinn Yngvi Egilsson bendir á (1999:319-20) gerir Jónas Hallgrímsson hliðstæð-
an greinarmun á rímnahrynjandi og edduhrynjandi, þannig að hann lætur orðmyndir eins
og miðgarði bera tvö ris hlið við hlið í fomyrðislagi, þótt hrynræn áhersla gildi í Islending.
Nánari rannsókn á hrynrænum mun eldri rímna, edduhátta og annarra hátta bíður betri
tíma.
11 Sérstakt einkenni á fomyrðislaginu, sem ekki verður gerð tilraun til að útskýra hér, er að leyfi-
legt var að snúa við röðinni á sterkum og veikum lið, eins og í línunni í (28), þar sem orðin þá
gengu, sem líklegt má telja að hafi verið áherslulítil mynda (eins og í Bjólfskviðu og Hildi-
brandsljóði) eins konar forlið eða upptakt á undan risinu í regin, en um þetta gildir hið svo-
nefnda Kuhns-lögmál (sbr. Kristján Ámason 2002), sem of flókið mál er að fara út í hér.