Gripla - 01.01.2002, Side 53
FERHEND HRYNJANDI
51
stuttlega hljóðkerfislegt atriði og kerfismun milli fommáls og nútímamáls,
sem hvarf með hljóðdvalarbreytingunni. I fomu máli voru orð með stuttu
rótarsérhljóði og einungis einu samhljóði á eftir ófær um að bera réttan tvílið
ein og sér, t.d. í dróttkvæðum, heldur mynduðu þá tvö atkvæði í orðmyndum
eins og frama einn áherslulið sem var hliðstæður einu þungu atkvæði. Þannig
gátu atkvæðin tvö íframa, ef svo má segja, sameinast um að bera eitt ris, sem
þá er kallað að hafi verið klofið. í fomu máli vom atkvæði sem sé mislöng eða
misþung. Líkt og í nútíma ensku, þýsku og sumum norrænum málum og
mállýskum, t.d. dönsku, gátu tvö atkvæði sameinast undir einni áherslu, ef svo
má segja. Dæmi um þetta í nútímanum eru t.d. enska orðið silly 'heimskur’ og
þýska orðinu bitte ‘gjörðu svo vel’. I fomu máli höfðu sem sé atkvæðin tvö í
frama sömu „vigt“ eða „þunga“ og eina atkvæðið í orðmyndum eins og gest,
KÍQ.f og sjá. Það er því, eins og áður sagði, réttnefni að tala um línumar í (30)
sem stýfðar, eins og Heusler stakk upp á. Ostýfðar línur vom hins vegar þær
sem enduðu á orðum eins og dæma og randa og þaðan af lengri orðum. En
það merkilega er, að slíkt gerist mun síður í ljóðahætti en fomyrðislagi, svo
ekki sé talað um dróttkvæðan hátt, þar sem þessi orð ein gátu staðið í línulok.
Stýfing (á alþjóðamáli catalexis) er alþekkt fyrirbrigði í kveðskap, og hér
er íslenskur kveðskapur engin undantekning. Stýfingin er hluti af almennara
lögmáli sem felst í því að brageiningum er sleppt í lok bragfræðilegra stofn-
hluta (svo sem lína, vísna eða vísuhelminga). En hægt er að gera ráð fyrir að
stýfíng eigi sér stað á tveimur stigum bragarhátta, ef svo má segja. Annars
vegar er hægt að sleppa heilum braglið, og hins vegar er hægt að sleppa einni
bragstöðu innan bragliðar. Hér má því gera greinarmun á liðfalli (e. trunca-
tion) sem er það að sleppa braglið og stýfingu (catalexis), sem er það að sleppa
hnigi í braglið. í hinum venjulega ferskeytta hætti endar forlína á stýfðum lið,
en síðlínan er liðfelld og hefur bara þrjá bragliði:
(31) s s s s
Yfir kaldan eyðisand 0
s s s s
einn um nótt ég sveima; 0
s s s s
nú er horfið Norðurland 0
s s s s
nú á ég hvergi heima. 0
(Kristján Jónsson)