Gripla - 01.01.2002, Page 54
52
GRIPLA
Hér er liðfellingin táknuð með stóru 0, en stýfingin er táknuð með litlu 0. Líta
má á þessa tómu liði ekki ósvipað þögnum í tónlist. Frumlínur enda á þöglu
slagi, en síðlínur enda á þöglum braglið eða takti, eins og gefið er til kynna
með því að setja s fyrir ofan 0.
Þríkveðin síðlínan í ljóðahætti er bæði liðfelld og stýfð eins og hér er sýnt:
(32) s s s s
hvar skal sitia siá? 0 0
Hún er liðfelld þar sem hún hefur einum braglið færra en forlínan, en stýfing-
in felst í því að hniginu eða veiku stöðunni í síðasta bragliðnum er sleppt
líka.
Og fróðlegt er að sjá, að hin síðari af tveimur stuttlínum ljóðaháttarins hef-
ur, t.d. í Lokasennu, tilhneigingu til að enda á sama hátt og langlínan (sbr.
Kristján Ámason 1991:55). Dæmigerður vísuhelmingur í ljóðahætti er þessi úr
Skímismálum, skrifaður hér á hefbundinn hátt:
(33) Segðu þat, hirðir,
er þú á haugi sitr
ok varðar alla vega,
(Skímismál 11,1-3)
Við tökum sérstaklega eftir því að fyrsta stuttlínan endar á þungu tvíkvæðu
orði, en hinar línumar tvær á léttu tvíkvæðu orði eða einkvæðu orði, sem sé
stúfi samkvæmt fomum reglum. Þetta verður skiljanlegt í ljósi þess, sem hér
er stungið upp á, að stuttlínumar tvær mynda einingu, og hirðir er þá inni í
línu, eins og sjá má:
(34) s s s s
Segðu þat, hirðir, er þú á haugi sitr
s s s
ok varðar alla vega,
En eins og minnst var á eiga stýfing og liðfelling best við í niðurlagi brag-
fræðilegs stofnhluta.
Auk liðfellingar í síðlínu er sem sé stýfing í línulok einkenni ljóðaháttar,
og það er þess vegna sem línumar enda ekki á tvíkvæðu orði með þungt fyrra
atkvæði. En það er hins vegar, eins og minnst var á, hið dæmigerða niðurlag