Gripla - 01.01.2002, Side 57
FERHEND HRYNJANDI
55
miklu síður, eða jafnvel alls ekki, inni í línu. Þetta segir okkur að stýfing er
einhvers konar merki um niðurlag eða lokun. Og það sama gildir um liðfell-
ingu. Það er þá ekki tilviljun að síðlínur hafa færri bragliði en frumlínur. Það
að sleppa braglið er eins konar stýfing og lokun.
Vísa sem byrjaði á þriggja risa línu og færi síðan yfir í fjögurra risa línur
væri samkvæmt þessu óeðlileg, og hljómaði einkennilega. Og þetta virðist
vera raunin, eins og sjá má með því að snúa út úr hinni ágætu vísu Hani,
krummi, hundur, svín:
(40) Hani, krummi, hundur, svín 0
hestur, mús, tittlingur; 0
galar, krunkar, geltir, hrín 0
gneggjar, tístir, syngur. 0
Það hljómar vægast sagt sérkennilega að breyta fyrri partinum yfir í eitthvað
sem líkist þessu:
(41) Hani, krummi, hundur 0
hestur, mús, tittlingur, svín
Hinn þögli bragliður á mun betur við í lok línuparsins. Stýfing er sem sé merki
um niðurlag og það er óeðlilegt að hafa þriggja risa línu á undan fjögurra risa
línu. Annað merki um niðurlag er endurtekning. Síðustu orð línu eða vísu eru
oft endurtekin, eins og í: pyrnigerðið hófsig hátt, hófsig hátt, hófsig hátt.
Það hljómar mun undarlegar að segja: Þyrnigerðið, þyrnigerðið, þyrnigerðið
hófsig hátt. Vafalaust má finna fleiri svona hluti, og í tónlistinni eru margs-
konar einkenni notuð til að tákna niðurlag.13
Stýfing hefur ótvírætt niðurlagsgildi í kveðskap, og sama má segja um
endurtekningu. En það er ekki þar með sagt að þessir hlutir séu það eina sem
táknar niðurlag í kveðskap, eða að niðurlag verði ekki sett án þess að einhver
sérstök merki komi til. Þannig virðist ekki vera marktækur munur á síðlínum
og frumlínum í fomyrðislagi, en samt hafa þær upphaf og endi. En þá má auð-
vitað ekki gleyma því að endurtekning hrynjandinnar er rauði þráðurinn í hinu
ferskeytta formi. Fyrst kemur tvfiiður sem er endurtekinn (með ólíkum texta
13 Ástæða til að taka fram að ekki er óhugsandi að endurtekningu sé beitt annars staðar, jafnvel
í upphaft línu, eins og t.d. hjá Hallgrími: Upp, upp mín sál... Hér má hins vegar gera ráð fyr-
ir að endurtekningin þjóni öðmm tilgangi, t.d. að leggja áherslu eða meiri tilfinningu í textann.