Gripla - 01.01.2002, Page 59
FERHEND HRYNJANDI
57
ur er vitnað til hafa Hanson og Kiparsky (1997:20-21) áréttað þá hugmynd
Jakobsons frá 1935, í ritgerð um prósa Pastemaks, að bundið mál sé hið eðli-
lega form ljóðrænuhlutverksins, þótt auðvitað sé hægt að skrifa ljóðrænan
prósa og óháttbundin ljóð. Meginhugmyndin er að eðlilegra (og þá kannski
ófrumlegra) sé að bundið mál gegni hinni ljóðrænu fúnksjón.
Ég ætla mér ekki þá dul að útlista hér hvað ljóðræna er, eða í hverju hún er
fólgin nákvæmlega, en eitthvað hlýtur það að vera í áttina við það að sá sem
talar lýsir tilfinningum sínum beint. Eins virðist ljóðrænan vera tímalaus eða
kyrrstæð, í ætt við mynd; það er að minnsta kosti ekki algengt eða vænlegt til
að skapa ljóðræna stemningu að setja hlutina í tímaröð með atburðarás og
segja sem svo að fyrst hafi sólin sigið í hafið og sídan hafi kvöldroðinn lýst
upp austurfjöllin. Það ríkir að því er virðist kyrrstaða og endurtekning í ljóð-
rænum texta.
Og sé hugað að því hvers vegna bundið mál á við ljóðrænu, er augljóst að
það em hinir tónrænu eða músíkölsku þættir bundna málsins sem eiga hlut að
máli. (Gríska orðið lyrík er auðvitað leitt af nafni hljóðfærisins lýra.) Ég hef
reynt að lýsa því hér að framan á hvem hátt edduhættimir urðu músíkalskari
en hinn eldri, vestgermanski kveðskapur. Ef Jakobson hefur rétt fyrir sér ættu
sem sé eddukvæðin að vera ljóðrænni en Bjólfskviða og Hildibrandsljóð. Og
hér má auðvitað leiða hugann að dróttkvæðunum. Eins og Atli Ingólfsson
hefur bent á í Skímisgrein (1994) em dróttkvæðar vísur afskaplega kyrrstæð-
ar, eins og myndir, og þar em á ferðinni lögmál sem minna á flókna tónlist.
Dróttkvæðar vísur em að sama skapi óepískar.
Til að forðast misskilning er rétt að taka fram að ekki er ástæða til að
drekka bikarinn í botn og gera ráð fyrir að eddukvæðin séu bara ljóðræn, frek-
ar en vestgermönsku kvæðin em bara epísk að innihaldi, því allt blandast
þetta. Hins vegar má spyrja hvort það tvennt haldist ekki einmitt í hendur, að
kveðskapurinn varð músíkalskari og ljóðrænni á norðurslóðum, og listrænar
lausamálsfrásagnir urðu til. Þróun norrænna bókmennta fól þá í sér, að skilið
var á milli formanna sem sinntu hinu ljóðræna hlutverki og þeirra sem sinntu
hinu epíska. Þetta hafi með öðmm orðum verið eðlileg þróun í átt til formfág-
unar samkvæmt þeim lögmálum sem Jakobson og fleiri hafa bent á. Þróun
dróttkvæðs háttar sem væntanlega hefur átt sér stað samhliða því að eddu-
hættimir fengu sitt norræna form, er auðvitað af sama meiði. Og sagnatexti
eða þáttur með vísu, sem skapar hið ljóðræna millispil í frásögninni, mótast þá
með sama hætti. Vel má hugsa sér að þetta hafi þróast þannig að farið hafí
saman (gjama munnlegar) frásagnir af mönnum og málefnum, og vísur sem