Gripla - 01.01.2002, Page 67
HUGMYNDAHEIMUR VOPNFIRÐINGA SOGU
65
sögunni er skipt í tvo helminga líkt og lífssögu á tvískiptri altarisbrík.
Hún hefur líklegast verið til sjálfstæð, en á 14. öld hefur einhver sagna-
meistari á Héraði viljað segja sögu sveitar sinnar alveg frá upphafi
byggðar. Hann hefur því fellt Hrafnkels sögu inn í stærri heild, þar sem
hún verður annar helmingur sveitarsögu, hinn er saga þeirra Helga og
Gríms Droplaugarsona.
2.2 Vopnfirðinga saga
Mat nútímamanna á því hvemig góð skáldverk skuli byggð upp má rekja til
kenninga sem Aristóteles setti fram í riti sínu Um skáldskaparlistina. Þótt
menn hafi þekkt til Aristótelesar allt frá því að latnesk þýðing var gerð á ritinu
þá var það ekki fyrr en á 16. öld, er ritið kom út með skýringum á Italíu, sem
kenningar hans náðu verulegri fótfestu í bókmenntaheiminum (1976:56-61).
Þegar fræðimenn síðari tíma hefja rannsóknir á íslenskum fombókmennt-
um má sjá þess merki að þeir byggja gagnrýni sína iðulega á þessum sömu ar-
istótelísku forsendum og hafa þeir oft bent á að Vopnfirðinga saga sé skrifuð af
lítilli fimi og orðið tíðrætt um galla á byggingu sögunnar og frásagnarhætti.4 Á
hinn bóginn þykja sögur því meiri listaverk sem þær em einfaldari í byggingu,
eru sagðar í réttri tímaröð og atburðaröð þeirra á helst að vera bein og óslitin.
Vopnfirðinga saga er ein þeirra sagna sem fellur einkar vel að þeim hug-
myndum sem William Ryding hefur sett fram um byggingu miðaldabók-
mennta.5 Ryding telur að finna megi þrjú megineinkenni á byggingu miðalda-
bókmennta. í fyrsta lagi er það tvískiptingin sem einnig kallast samhverfu- eða
hliðstæðubygging og naut mestrar hylli frá 11. öld og fram á hina 13. og er
sögu þá skipt í tvo nokkum veginn jafna hluta. Það er einkenni á hliðstæðu-
byggingunni að um er að ræða hliðstæður og andstæður í senn, söguhlutamir
tveir kallast á og veita hvor öðmm merkingarauka (1971:25-27, 69-81).
I bók sinni The Medieval Saga segir Carol Clover að þessi bygging sjáist
skýrt í ýmsum íslendingasögum svo sem Hrafnkels sögu, Njáls sögu, Egils
sögu, Grettis sögu og Heiðarvíga sögu (1982:19-24, 38-39, 45-49).
4 Um það má lesa hjá Finni Jónssyni 1923:510, Jóni Jóhannessyni 1950:xiv-xv og Jónasi
Kristjánssyni 1988:247.
5 f bókinni Structure in Mcdieval Narrative sýnir Ryding (1971:62-161) fram á samfellda þró-
un í innri gerð bókmennta. Hann rannsakar einkum franskar 12. og 13. aldar bókmenntir og
telur að meginmarkmið miðaldahöfunda hafi verið að lengja sögur, að þenja út söguefni sem
þeir þekktu fyrir, en ekki að semja nýjar frumlegar sögur.