Gripla - 01.01.2002, Page 71
HUGMYNDAHEIMUR VOPNFIRÐINGA SÖGU
69
heimsókn og er meira en viku í ferðinni. Þorvarður læknir er sjö nætur í
Krossavík að græða sár Þorkels. Stundum gerist eitthvað á hluta úr degi eða
tekur heilan dag. Þegar Geitir og menn hans vilja freista þess að sækja lík fall-
inna félaga sinna heim að Hofi verða þeir að fara hægt og gætilega að öllu:
„Þeir þæfast þannig við um daginn ...“ (1995). Hér lýsir orðavalið greinilega
því sem fram fer, en í sögninni að þæfa felst dvöl eða töf. Hún hefur merking-
una ‘þjarka, deila, berjast lengi fyrir e-u, vinna linkulega’. Af sama toga er
nafnorðið/>ó/(Ásgeir Blöndal Magnússon 1989:1184, 1210-1211).
Þriðja einkenni miðaldabókmennta samkvæmt Ryding er samþætting. Þá
er átt við það þegar mörgum sögum fer fram samtímis og frásögnin víkur
stöðugt á milli sviða. Þannig geta í einni sögu verið mörg þemu eða margir
söguþræðir í gangi í einu og hefur byggingu sagnanna verið líkt við mósaík-
myndir eða ofið teppi þar sem mynstrið teygir sig í margar áttir. Af og til má
sjá að atvik eða persónulýsingar kallast á milli frásagnarsviða og er hugmynd-
in sú að endurhljómurinn auki hin listrænu áhrif í sögunni. Stundum koma
efnisþræðimir svo saman í lokin eins og þekkist í sakamálasögum.
Samþætting sést í Vopnfirðinga sögu, einkanlega þar sem segir frá sam-
skiptum Brodd-Helga við Höllu eiginkonu sína. Halla er í upphafi kynnt til
sögu sem kona Brodd-Helga og systir Geitis. Þegar þeir Brodd-Helgi og Geit-
ir hafa látið drepa Hrafn Austmann fer Þorleifur kristni, félagi hans, til Krossa-
víkur og sækir fjárhlut hans. Þá fléttar höfundurinn inn í frásögnina eftirfar-
andi vitneskju: „Halla var þar, Lýtingsdóttir, og skipti sér engu af‘ (1990).
Meira er ekki sagt en tilgangurinn er greinilega að skapa spennu í frásögninni.
Halla kemur næst við sögu í 6. kafla þegar hún er orðin veik og Brodd-Helgi
skilur við hana. í lok 8. kafla er frásögnin annars vegar fleyguð með upplýs-
ingum um að Þorkell Geitisson hafi farið utan og ekki verið viðriðinn deilur
föður síns og Brodd-Helga. Hins vegar er því komið á framfæri að: „Vanmátt-
ur Höllu Lýtingsdóttur í Krossavík gerðist mikill og hættilegur“ (1996). Þama
getur höfundurinn fléttað þessu inn í frásögnina því að hann hefur þegar greint
frá veikindum hennar. Auk þess er af og til skotið inn vitneskju sem tengir
saman þræði í frásögninni, einkum í síðari hlutanum, þar sem sagt er frá út-
komu Þorkels Geitissonar eftir að Bjami hefur vegið föður hans og síðar er
Þorkell sendir eftir aðstoð Helga og Gríms Droplaugarsona þegar honum hef-
ur mistekist í þrígang að koma fram hefndum á Bjama.
í Vöpnfirðinga sögu má greina öll atriðin þrjú, tvískiptingu, stigmögnun og
samþættingu, sem einkenna byggingu miðaldabókmennta. Þar er og á markviss-
an hátt unnið með innri tíma til að undirbúa atburði og ljá textanum merkingu.