Gripla - 01.01.2002, Blaðsíða 79
HUGMYNDAHEIMUR VOPNFIRÐINGA SÖGU
77
að þeir hafa skipað saman sögum sem þeir telja skyldar eða tengdar af ein-
hverjum ástæðum. Stundum má einnig sjá að ótrúlega ólíku efni hefur verið
raðað saman í handrit. Þegar þannig er flokkað virðist líklegt að handrit hefur
gegnt hlutverki einkabókasafns fyrir eiganda.
í skinnhandritið AM 132 fol, Möðruvallabók sem er merkasta handrit ís-
lendingasagna og er talið skrifað um miðja 14. öld, hefur verið safnað saman
ellefu íslendingasögum. Við fyrstu sýn virðist sem sögunum sé raðað eftir
landfræðilegri röð réttsælis frá suðri til austurs. Fremst er Njáls saga, síðan
Egils saga, Finnboga saga, Bandamanna saga, Kormáks saga, Víga-Glúms
saga og Droplaugarsona saga. Aftast fara fjórar sögur þar sem vikið er frá röð-
inni, Ölkofra saga, Hallfreðar saga, Laxdæla saga og Fóstbræðra saga (KatAM
1:94—97). Það er hins vegar hægt að hugsa sér að ritstjórinn hafi einkum tek-
ið mið af gæðum sagna og jafnvel aldri og því byrjað á Njáls sögu sem löng-
um var talin elst og merkilegust, þá Egils sögu sem menn vita nú að er eldri
og ekki síður merkileg. Hugsanlegt er að þá hafi fjölmörg handritabrot frá
elstu tímum verið til af þeim tveimur sögum rétt eins og nú og að ritstjórinn
hafi vitað af því (Ömólfur Thorsson 1990:28-53). Sögumar tvær eru um
helmingur handritsins að blaðalengd og það gæti hafa ráðið því að ritstjórinn
skipar þeim fremst. Hann gæti einnig hafa haft áhuga á sögum um miklar og
sterkar hetjur og bætt þeim við ásamt því sem hann hafði við höndina hverju
sinni.
Einnig má nefna skinnhandritið AM 152 fol, sem er sérlega glæsilegt
handrit, en þar er talsvert ólíku efni raðað saman. Niðurröðun sagnanna er á þá
leið að fremst fer Grettis saga en síðan koma fornaldarsögur og fmmsamdar
riddarasögur auk Þórðar sögu hreðu (KatAM 1:105-106). Þama má samt
greina ákveðna hugsun í röðuninni og álykta að sá sem safnar telji þetta sams
konar sögur. Þótt Grettis saga sé Islendingasaga þá er hún með töluverðum
fomaldarsagnablæ og Þórðar saga hreðu er um margt óvenjuleg íslendinga-
saga.12
Af þessu má einnig draga þá ályktun að geymd sagna í handritum geti gef-
ið til kynna að viðhorf fyrri tíðar manna til tiltekinnar sögu hafi verið annað en
nútímamanna eða verið breytilegt eins og nú á dögum og þess vegna gæti ver-
ið ómaksins vert að kanna handritageymd Vopnfirðinga sögu í því ljósi.
Vöpnfirðinga saga er, eins og nefnt var í upphafi, nær eingöngu varðveitt í
pappírshandritum sem em frá miðri 17. öld og allt fram til 1900 og munu þau
12 Um ólík viðhorf til Grettis sögu og Þórðar sögu hreðu má m.a. lesa hjá Jóni Torfasyni 1990:
118, 122, 127-128, og Viðari Hreinssyni 1992:80, 95, 105.