Gripla - 01.01.2002, Page 82
80
GRIPLA
að í miklum þorra frásögubókmennta hafa fyrirfram mótaðar hug-
myndir um manngerðir áhrif á persónusköpun og ráða miklu um
hvemig við túlkum persónur. Af sjálfu leiðir einnig að persónusköpun
getur aldrei verið óháð atburðarás. I Islendingasögum verður mjög
augljóst, þegar að er gáð, að menn flokkast eftir þeim eiginleikum sem
þeir þurfa á að halda til að gegna hlutverki sínu (Vésteinn Olason 1993:
66).
Hér er lögð áhersla á að mannlýsingar íslendingasagna verði með engu móti
slitnar úr samhengi við söguefnið og tilgang söguritunar og kemur það fram
með mjög skýrum hætti í mannlýsingum Þorsteins sögu hvíta, Vopnfirðinga
sögu og frásögninni af Þorsteini stangarhögg.
Helstu persónur íslendingasagna eru ýmist kynntar með formlegum hætti
áður en segir frá atvikum sem þær tengjast eða þegar þær fara að taka þátt í
viðburðarásinni. Mannlýsingar hefjast venjulega á því að ættir manna eru
raktar og oft má ráða mikilvægi persóna og viðhorf höfundar til þeirra af því
hversu ítarleg ættfærslan er (Vésteinn Olason 1993:60-61, Þórir Oskarsson
1994:279). í sögunum er iðulega lögð áhersla á að göfga ættstofn manna
með því að rekja ættir þeirra til tiginna forfeðra. Því næst fylgir lýsing á út-
liti manna og líkamlegum burðum og að lokum er greint frá andlegum hæfi-
leikum og lyndiseinkunn. Venjulega gengur þessi upphafskynning eftir
þannig að strax er hægt að vita við hverju má búast af persónu þegar hún er
kynnt til sögunnar. Þótt aðalpersónum Islendingasagna sé oft lýst á þann veg
að ein lyndiseinkunn virðist ríkjandi í skaphöfn þeirra þá eru þær þó ávallt
samsettar af mörgum eiginleikum sem skapa dýpt í mannlýsinguna (Jónas
Kristjánsson 1988:210). Þrátt fyrir einstaklingseinkenni sögupersóna eru
mannlýsingar byggðar á fáum skýrt afmörkuðum manngerðum og er karl-
hetjum íslendingasagna oft skipt í tvo aðalflokka. Það er mismunandi
hvaða viðmiðum er beitt, en þau einkennast þó jafnan af andstæðum. Annars
vegar er talað um gæfumenn sem oft eru bjartar og góðar hetjur. Það eru þeir
menn sem eru ljósir yfirlitum, vel byggðir, drenglyndir og vinsælir. Þegar
slíkir menn rata í raunir eða ógæfu virðist það einkum vera vegna ytri at-
vika, ávirðinga eða öfundar annarra. Andstæður þeirra eru menn sem oft eru
ófríðir, ofsafengnir í lund og erfiðir viðureignar. Þeir eru dökkir yfirlitum,
oftar en ekki hugrakkir, með afbrigðum orðhvatir og yfirleitt hinir mestu at-
gervismenn. Hins vegar eru þeir sjaldnast gæfumenn og ógæfan virðist búa
í skapgerð þeirra sjálfra (Einar Ól. Sveinsson 1943:22-23, 1956:106-114,