Gripla - 01.01.2002, Page 83
HUGMYNDAHEIMUR VOPNFIRÐINGA SÖGU
81
1962:374-384, Ólafur Briem 1972:102-129, Vésteinn Ólason 1983:140,
1993:71-72).
Það er oft fastur liður í mannlýsingum að mönnum eru gefnar einkunnir
sem gefa vísbendingar um innræti þeirra eða atgervi. Þar koma einnig fram
andstæður. Ljósu hetjunni eru gefnar jákvæðar einkunnir; hún er sögð vinsæl,
vinföst, kurteis, stillt í skapi og mild af fé. Dökka hetjan fær neikvæðari ein-
kunnir sem gefa í skyn harðari lund; hún er ódæl, vægðarlaus, hávaðamaður,
ofstopamaður og hörð við óvini. Annað viðmið er oft notað við mannlýsingar.
Þá er talað um að menn séu drengskaparmenn eða göfugmenni og andstæður
þeirra eru ójafnaðarmenn eða illmenni. Hér gildir vitaskuld hið sama og fyrr
var nefnt, að skaphöfnin er samsett af mörgum eiginleikum, því það heyrir til
undantekninga að söguhetjum sé lýst sem algóðum eða alvondum.
Ein tegund manna í Islendingasögunum hefur verið nefnd hinir göfugu
heiðingjar og lýst á þann hátt að þeir komi ávallt fram sem drengskaparmenn
og göfugmenni. Þessir menn eru einatt góðir af sjálfum sér, þeir láta gott af sér
leiða, eru óeigingjamir og sýna öðrum mönnum góðgimi. Lars Lönnroth
(1969:13-17) hefur skrifað um þessa manngerð og sýnt fram á að þeir aðhyll-
ast krisma siðfræði í breytni sinni þótt þeir séu rammheiðnir. I sögunum birtast
þeir sem eins konar forverar eða boðberar kristni um leið og þeir halda sæmd
sinni. Slíkar hetjur hafa þó aldrei komist í kynni við kristni heldur einkennist
framganga þeirra af meðfæddri göfugmennsku og skynsemi. Þorsteinn hvíti í
samnefndri frásögn er dæmi um slíkan mann, hann er sagður allra manna vin-
sælastur og hið mesta mikilmenni. Hann sýnir stillingu við fréttum af drápi
sonar síns og neitar að úthella blóði til hefnda eftir hann, en stilling er samofin
sæmdarhugmynd hinnar heiðnu hetju og bent hefur verið á að stillingin sé eitt
aðaleinkenni hinna göfugu heiðingja. Þeir eru seinir til hefnda, brjóta ekki lög
og leita ávallt friðsamlegra lausna.
Þorsteinn stangarhögg í samnefndri frásögn er maður sem ber svip af lýs-
ingu hins göfuga heiðingja. Þorsteinn er friðarsinni og drengskaparmaður og
þegar hann er lostinn með hestastaf í andlitið sýnir hann stillingu og biður
menn um að leyna föður hans því til þess að koma í veg fyrir eftirmál. Það
sama gildir um Bjama Brodd-Helgason, hann sýnir iðrun og stuðlar að friði
sem ungur maður en á efri árum tekur hann kristna trú.
Breytni drengskaparmanns getur þó haft slæmar afleiðingar eða verið van-
hugsuð. Þorsteinn stangarhögg er göfugmenni og friðarsinni, en samt vegur
hann þrjá húskarla vegna ríkjandi hefndarsiðferðis. Hann sannar síðan með
drengskap sínum hvemig unnt er að halda sæmd sinni án mannvíga (Bjami