Gripla - 01.01.2002, Page 85
HUGMYNDAHEIMUR VOPNFIRÐINGA SÖGU
83
Hér er athyglisvert að bein útlitslýsing er ekki önnur en sú að hann er sagður
mikill maður og sterkur. Þessi orð sem eru þau einu sem vísa beint til útlits
gefa í sjálfu sér engar sérstakar vísbendingar um skapferli Brodd-Helga. Samt
er kynning hans til sögunnar með þeim hætti að strax er Ijóst að við ýmsu er
að búast af honum. Þar kemur tvennt til, annars vegar einkunnimar sem hon-
um eru gefnar og hins vegar viðumefni hans. Einkunnimar bera svipmót hinn-
ar dökkhærðu hetju og með því er lesandinn undirbúinn undir það sem koma
skal og þar má greina stuðlaðar hliðstæður sem er þekkt stflbragð við mann-
lýsingar (Þórir Óskarsson 1994:280), en viðumefnið ber merki innlendrar frá-
sagnarhefðar.
Því verður ekki haldið fram hér að meirihluti viðumefna hafi borið með
sér neikvæðar eigindir eins og viðumefni Brodd-Helga ber vitni um eða ver-
ið smánar- eða háðsyrði eins og stangarhögg Þorsteins í samnefndri frásögn
virðist vera. Það er aftur á móti hugsanlegt að hluti viðumefna hafi orðið til
vegna þess að menn bám sömu nöfn og að þau séu hugsuð til aðgreiningar.
Mikill fjöldi viðumefna í íslendingabók og Landnámabók gæti stutt þá skýr-
ingu. Það getur hins vegar ekki verið meginskýring viðumefna því þau virðast
einatt tengjast eðliseigindum manna. Oftar en ekki staðfestast eðliseinkunnir
sem viðumefni gefa til kynna í því sem menn gera í sögunum. Þeir sanna
viðumefnin með athöfnum sínum, þau tengjast atburðum í lífí þeirra, loða við
þá og em til marks um einstaklingseinkenni þeirra. Er nokkuð fráleitt að hugsa
sér að viðumefni hafi orðið til með sama hætti á öllum tímum? Það eru sagðar
sögur af mönnum sem skera sig úr fjöldanum á einhvem hátt, ýmist vegna út-
lits eða þess sem þeir gera. í því sambandi má nefna að Bjami Guðnason
(1993:105-106) hefur bent á hversu næmt skyn höfundar íslendingasagna
bám á merkingu mannanafna. Hann telur að rannsakendur hafi ekki gefíð því
nægilegan gaum að mörg mannanöfn séu sniðin að skapgerð og hlutverki
nafnbera og segir að athugun á mannanöfnum geti leitt til aukins skilnings á
eðli sagnanna og markmiðum höfunda.
I upphafi á Brodd-Helgi vináttu annars manns og það einkennir aðstæður
hans í byrjun sögu. Nafnið hans, Helgi merkir ‘helgur maður’ og skyld orð
merkja ‘friðhelgi, friðlýst svæði, halda heilagt, friðlýsa’. Orðið broddur
merkir hins vegar ‘oddur, fleinn, spjót’ (Ásgeir Blöndal Magnússon 1989:83,
317-318, Hermann Pálsson 1960:67-68,97) og þannig verður sama eyðingar-
merking fólgin í nafni hans og er í broddi graðungsins. í framvindu frásagnar-
innar er síðan sýnt hvemig Brodd-Helgi stendur undir þessu nafni með athöfn-
um sínum.