Gripla - 01.01.2002, Page 90
88
GRIPLA
í draumnum eru uxar fylgjur aðalpersónanna og birta einkenni þeirra. Hér
kallast táknmál draumsins mjög skýrt á við texta sögunnar. Bleiki uxinn sem
er mikill og skrautlegur og ber hátt homin er fylgja Brodd-Helga. Rauðflekk-
ótti uxinn og nautahjörðin úr héraðinu era fyigjur Geitis og þingmanna hans
sem drepa Brodd-Helga. Rauði uxinn sem vex upp að Hofi er fylgja Bjama
sem drepur Geiti fóstra sinn og móðurbróður. Tarfurinn í Krossavík sem fer
beljandi um allt er fylgja Þorkels sem gerir margar tilraunir til að sitja fyrir
Bjama.16
Ýmislegt fleira er merkilegt í táknmáli draumsins. Fram kemur að rauði
uxinn á Hofi, fylgja Bjama, er með beinlit á homunum, en þeir sem láta skír-
ast til kristni em jafnan klæddir hvítu. Bjami iðrast jafnskjótt og hann hefur
vegið Geiti, hann á eftir að stuðla að sáttum þeirra Þorkels Geitissonar og í
Þorsteins þætti stangarhöggs er sagt að hann hafi gerst trúmaður mikill og
gengið suður. Tarfurinn í Krossavík, fylgja Þorkels, er sagður vera sænautalit-
ur. Ólafur Halldórsson (1990:112-13) fer nokkmm orðum um apalgráan lit
uxans Harra sem Ólafur pái átti. Hann segir að apalgráir hestar séu steingráir
en apalgrár nautpeningur hafi verið grár og að sækýr hafí verið gráar að lit.
Ólafur nefnir dæmi um ýmsar kynjaskepnur sem vom apalgráar og telur slíkar
skepnur vera ættaðar úr öðmm heimi. Þannig má sjá móta fyrir nýjum sið í
draumnum, sænautaliti tarfurinn sem fer beljandi um allt án árangurs fylgir
heiðnum sið en rauði uxinn með beinhvítu homin vísar til kristins siðar.
Draumurinn hefur margfalt hlutverk í byggingu sögunnar. Túlkun hans
vísar á framhald hennar og gefur til kynna að Bjami muni bregðast öðmvísi
við en faðir hans. Auk þess má sjá viðbrögð Brodd-Helga við draumnum sem
lið í mannlýsingu hans. Honum þykir minna til þess sonar síns koma sem
reynist farsæll maður, því Bjami verður föðurbetmngur.
16 f öðrum fslendingasögum eru fleiri dæmi um graðunga eða uxa sem eru fylgjur manna. í Ljós-
vetninga sögu dreymir Eyjólf Guðmundsson fylgjur óvina sinna í líki nautaflokks en með
flokknum fara rauður uxi og mannýgur griðungur. í Harðar sögu tengist griðungur illsku og
fjölkynngi og Þórólfur bægifótur gengur aftur í líki griðungs og lætur ófriðlega í Eyrbyggja
sögu (íslendinga sögur og þætlir 1-111:1704-1705, 1281, 617-620). Þessi dýr eru óvinveittar
skepnur sem ráðast að mönnum í sögunum. Auk þess má benda á að alþýðutrúin sem birtist í
þjóðsögum og ævintýmm sýnir glöggt viðhorf manna til slíkra fyrirbæra. Þar kemur víða fram
að það er undir mynd fylgjunnar komið hvort hún er álitin góð eða ill og flestar dýrafylgjur
manna þyki illar nema þær sem eru í bjamdýrslfki, en þær eru oft fylgjur konunga (Jón Ama-
son 1954:343-344, BjömTeitsson 1975:23-34).