Gripla - 01.01.2002, Page 149
KRISTJÁN JÓHANN JÓNSSON
ABRAHAM, NJÁLL OG BYRON1
Brennan fræga á Bergþórshvoli hefur ekki orðið seinni tíma mönnum að
miklu ágreiningsefni. Lars Lönnroth segir í bók sinni frá 1976 að hana beri
tvímælalaust að skilja sem friðþægingu fyrir þá synd að taka Höskuld af lífi.2
Þar með er brennan tengd hreinsunareldinum og sett inn í röklegt samhengi
glæps og refsingar. Atvikið er þá talið hliðstætt því þegar Kristur tók út refs-
ingu fyrir syndir mannanna en orðið „atonement“, sem Lönnroth notar, er ein-
mitt notað yfir friðþægingardauða Krists sem frá segir í Biblíunni. Lönnroth
segir sína túlkun í meginatriðum samhljóða túlkun Einars Ól. Sveinssonar frá
1943 og að Maxwell (1957), Fox (1963) og Allen (1971) hafi tekið í sama
streng. Aðrir hafa ekki túlkað brennuna á gagnlegan hátt svo að mér sé kunn-
ugt. Allen nefnir að vísu einnig átök Guðs og djöfulsins og langar að tengja
Loka og djöfulinn en virðist ótvírætt líta á brennuna sem hreinsunareld. Eftir
hann á djöfullinn enga möguleika því hann ræður einungis stökum atvikum.3
Hin foma og helga bók, Biblían, er til í ýmsum gerðum; hefur verið skrif-
uð upp og síðar prentuð x þýðingum á fjölmörgum og ólíkum þjóðtungum þar
sem textinn tengist mismunandi menningarheimum. Þessum þýðingum ber
auðvitað ekki alveg saman og það er einnig munur á þýðingum milli alda,
enda skilningur aldanna háður ýmiss konar breytingum og mismun, rétt eins
og skilningur þjóðanna. Sagan af texta Biblíunnar á íslensku er auðvitað hluti
af íslenskri málsögu og bókmenntasögu og ekki ástæða til að fara mjög langt
út í þá sálma hér. Þó er rétt að minna á ritið Stjóm sem er safn þýðinga og end-
ursagna úr fyrstu bókum Gamla testamentisins ásamt skýringum úr trúarritum
miðalda, varðveitt í íslenskum safnritum frá 14. og 15. öld. Talið er að Hákon
1 Grein þessi er að stofni til fyrirlestur sem haldinn var á Njáluþingi á Hvolsvelli í ágúst 2001 á
vegum Stofnunar Sigurðar Nordals og Sögusetursins á Hvolsvelli.
2 „The buming must then be interpreted as an atonement for the sin of killing Hpskuldr" (Lönn-
roth 1976:129).
3 „In such a context Mgrðr’s wish to bum Gunnarr within, the fire Flosi sets to Bergþórshváll,
and the words of Njáll, “and tmst in this, that God is merciful and he will not let us bum both
in this world and the next’’ (ch. 129, p. 329), link themselves to the much greater drama con-
tained in the Christian vision” (Allen 1971:146).