Gripla - 01.01.2002, Page 150
148
GRIPLA
konungur Magnússon hafi látið gera Stjóm skömmu eftir 1300 en ekki er þó
víst að hann hafi látið gera allt ritið. Hluti þess kann að vera íslenskur.
Ekki þarf að tíunda áhrif Biblíunnar á öll svið mannlegrar tilveru á Vestur-
löndum og víðar. Hún er eins og við vitum hin helga bók vestrænnar menning-
ar. Mikilvægustu textum í sögu þjóða eða þjóðfélagshópa hefur stundum ver-
ið líkt við hana og þeir kallaðir helgaðir eða kanóníseraðir textar.
Trúarleg rit sem ekki hafa verið viðurkennd af kirkjulegum yfirvöldum
hafa verið kölluð apocrypha, sem hefur verið tekið upp sem apokrýf rit á ís-
lensku eða einfaldlega fölsk.
Njála telst væntanlega að mati flestra bókmenntafræðinga til kanóníser-
aðra, eða helgaðra, íslenskra bókmennta. Mikilvægi Brennu-Njáls sögu í ís-
lenskri menningu er óumdeilt og menn hætta ekki að takast á um merkingu
hennar fremur en Biblíunnar sjálfrar. Hér verða líka leidd að því rök að Njálu
hafi verið ætlað að verða íslendingum dæmi um þá kosti sem maðurinn stend-
ur frammi fyrir í lífi sínu, val hans og ábyrgð. Staða Njálu á Islandi er að vissu
leyti hliðstæð stöðu Biblíunnar meðal kristinna manna þó að Njála sé ekki
beinlínis trúarrit.
Reyndar hafa merkir hugsuðir stundum tekið sig til og efast um helgi og
réttmæti Biblíunnar. Einn þeirra var Daninn Spren Aabye Kierkegaard. Hann
fór í guðfræðinám og var fullur efasemda. Þá, á sínum yngri árum, sýndist
honum einna helst að inn í himnaríki, hina eilífu sælu fyrir handan, kæmust
engir nema: „vatnsgreiddir geldingar í fermingarfötum“.4 Honum þótti því
réttmætt að spyrja hvort Biblían væri ekki orðin úrelt og hvort sögur hennar,
til dæmis af hinum trúarlega föður, Abraham, ættu við okkur eitthvert erindi í
dag. Bók Sprens Kierkegaard um Abraham heitir á frummálinu Frygt og
Bæven en það er tilvitnun í Biblíuna og hefur í íslenskri þýðingu Jóhönnu Þrá-
insdóttur fengið titil samkvæmt íslenskri Biblíu: Uggur og ótti (F1 2.12).
Astæða þess að Spren fannst hann verða að skrifa um trúföðurinn Abra-
ham var meðal annars sú að honum fannst sagan um fóm Abrahams fáránleg
(absurd) og þverstæðukennd. Hann reyndi að umskrifa söguna nokkrum sinn-
um en alltaf var hún jafn ósannfærandi. Hvemig getur föður svo mikið sem
dottið í hug að fóma syni sínum? Hvað myndum við segja í dag ef við heyrð-
um af föður sem slátraði syni sínum með hnífi vegna þess að rödd af himnum
segði honum að gera það?
Spren skrifar bókina Uggur og ótti undir nafninu Johannes de silentio (Jó-
4 „... forestillingen om det hinsidige, saligheden, som et omráde, hvortil kun vandkæmmede
kastrater i konfirmationstöj har adkomst" (Garff 2000:28).