Gripla - 01.01.2002, Síða 151
ABRAHAM, NJÁLL OG BYRON
149
hannes þögli) en eins og Kristján Amason hefur réttilega bent á í formála sínum
við bókina er þessi Jóhannes satt að segja óttaleg skrafskjóða, þrátt fyrir nafnið.
Johannes de silentio segir sögu af manni sem hafði heyrt söguna af því
þegar Guð heimtaði að Abraham fómaði Isak. Maðurinn skildi ekki þessi sögu
en hann dáði Abraham skefjalaust. í viðleitni sinni til að skilja kjama sögunn-
ar sviðsetur hann fjórar gerðir af henni, frá fjómm sjónarhomum, en alltaf
reynist hún jafn erfið og undarleg.
Sagan af fóminni hljóðar svo í Stjórn:5
Abraham reis upp þegar á náttartíma og sagði öngum manni sína fyrir-
ætlan; klæddi meður reiða einn asna, kallandi meður sér tvo sveina og
son sinn hinn þriðja. Og sem hann hafði höggvið sér þau tré sem hann
þurfti til fómfæringar að hafa, þá fór hann á þremur dögum þar til sem
hann sá á hinum þriðja deginum þann stað langt fram fyrir sig sem Guð
hafði boðið honum að hann skyldi til fara. Síðan talar hann til svein-
anna: „Bíðið hér í hjá asnanum. Við smásveinninn förum skjótlega
fram enn nökkum lengra, og komum þegar aftur til ykkar, er við höfum
beðist fyrir sem okkur líkar.“ Hann tók þá tréin og lagði upp á son sinn
Isak, en sjálfur hann bar sverð og eld sér í hendi. Og sem þeir fóm tveir
samt, talaði sveinninn til síns feður: „Faðir minn“, sagði hann. „Hvað
viltu, son minn?“ sagði Abraham. „Sé, faðir minn“, sagði sveinninn,
„eldurinn og tréin eru hér til reiðu, en hvar er það sem offrast skal?“
Hann svaraði: „Guð sjálfur man sér sjá fóm til handa, son minn.“ Fóm
síðan báðir samt til þess staðar sem guð hafði sýnt honum og til vísað.
Gjörði hann þar eitt altari og lagði tréin þar á ofan og eldinn meður, eft-
ir það sem hann hafði þeim svo skipað og hegðað sem honum líkaði. ...
Eftir það batt Abraham son sinn og lagði hann upp á viðarbulung þann
sem hann hafði yfir altarinu gjört, greip síðan sverðið og ætlaði að
höggva hann. Þá kallaði Guðs engill af himni til hans svo segjandi:
„Legg eigi þína hönd á sveininn, Abraham, svo að þú gjörir honum
nökkuð grand. Eg sá það nú og prófaða að þú óttast Guð þar sem þú
þyrmdir eigi þínum eingetnum syni fyrir hans skyld, því að eigi þyrsti
Guð eður fýsti upp á sveinsins blóð, utan heldur að það prófaðist og
væri vitað hversu mikillega er Abraham óttaðist Guð.“ Abraham sá þá
einn homóttan veður að baki sér milli þoma og klungra, svo sem hann
litaðist um, tók hann og fómfærði í stað sonar síns (bls. 131-132).
5 Stafsetning er færð til nútímahorfs.