Gripla - 01.01.2002, Page 159
ABRAHAM, NJÁLL OG BYRON
157
að engu. Þetta er svolítið skrýtið því að Njáll er tvímælalaust kvenlegri en
þorri karlmanna og fljótt á litið virðist eðlilegt að konur sætti sig við friðsam-
legar lausnir hans og ráðabrugg þar sem hermennska og annað karlmannlegt
atferli telst til neyðarúrræða. Því er ekki þannig varið. Þegar Höskuldur Njáls-
son er drepinn snýr Hróðný móðir hans sér beint til Skarphéðins og biður um
hefnd. Hún býst ekki við neinu af Njáli.
Á þessum stað í sögunni kemur kristnitakan og við það skiptir mjög um
tón. Höskuldur Hvítanesgoði er felldur og Njáli vitrast að framundan er dauði
hans, eiginkonu hans og sona.
Fram að þessu hafa öll ráð Njáls gengið upp. Þau hafa vissulega haft af-
leiðingar, bjargað einum og steypt öðrum í glötun, en Njáll hefur í öllum til-
vikum náð að bregðast við ógnunum umhverfisins og stendur enn nokkuð
keikur — það er að segja þangað til Höskuldur Hvítanesgoði er felldur. Eftir
það gefur hann fá ráð og hefur sig lítið í frammi. Hann spyr Skarphéðin hvað
þeir Kári ætlist fyrir á þingi — hann fer ekki með í liðsbón á Alþingi — og
hann snýst beinlínis gegn sjálfum sér og ráðum sínum í eftirmálunum eftir
Höskuld. Fyrst stendur hann að málinu eins og við má búast, lætur Þórhall
spilla málinu með því að benda á þátt Marðar, nefnir síðan til virta og ábyrga
gerðarmenn og það sama gerir Flosi og þegar allt bótaféð er saman komið, þá
bætir Njáll, sem nú er orðinn kristinn maður, kvenbúningi við, hinum títt
nefndu silkislæðum og bótum. Einar 01. Sveinsson telur að um baugþak sé að
ræða (1933:135). Baugþak virðist hafa verið aukagreiðsla sem stundum
fylgdi mannbótum en lítið er vitað um framkvæmd þess máls. Finnur Jónsson
var, að því er Einar segir, fyrstur til að nefna þá skýringu að Njáll ætli Hildi-
gunni kvenbúninginn í sáttaskyni og það er auðvitað snjöll skýring. Hildi-
gunnur er kvenmaður og má ekki semja opinberlega um vígsmál en hún er
engu að síður mikilvirk í þessari atburðarás (Kristján Jóhann Jónsson 1998:
192-193).
Ég held að engin ástæða sé til annars en skilja tiltæki Njáls sem yfirlýs-
ingu. Karl hinn skegglausi hlýtur að vita hversu alvarlegt það er að bregða
mönnum um ergi. Flosi skilur þetta einungis á einn hátt og það gera að því er
virðist allir viðstaddir. Þá getur atriðið varla gengið gegn skilningi sögumanns
og áheyrenda eða höfundar og lesenda. Það þýðir varla að reyna að halda því
fram að saga sem er, frá bókmenntalegu sjónarmiði séð, jafn glæsilega skrif-
uð og Njála sé ekki markviss á slíku augnabliki. Eina leiðin sem mér sýnist
fær til þess að túlka þetta atriði er að segja sem svo:
Þetta er annað af tveimur helstu ráðum Njáls eftir að hann tekur kristni,