Gripla - 01.01.2002, Page 168
166
GRIPLA
ar stoðum undir þá tilgátu að þær myndir séu ekki boðháttarmyndir, því að
gerði-t getur merkingarinnar vegna ekki talist boðháttarmynd. Sérkennilegar
myndir sagnarinnar þykja í Helgakviðu Hundingsbana I 46 og Helgakviðu
Hundingsbana II24 eiga heima hér líka. Þar koma fyrir myndimar þykkj-at og
þykki-t í stað þykkir-at í 3.p.et.4
I germynd, án neitunarviðskeytis, enda allar þessar sagnir á -ir, en þegar
neitunarviðskeyti bætist við bólar ekkert á r-inu. Viðskeytið bætist þá aftan við
sérhljóð og fær myndina -t: deilir > deili+(a)t > deili-f, eða aftan við hálfsér-
hljóð og fær myndina -at: kvelir > kveli+(a)t > kvelj-at. Hin dæmin fara svo
aðra hvora leiðina. Gerði-t og þykki-t fara sömu leið og deil-it, en þykkj-at
sömu leið og kvelj-at.5
Myndin gerði-t er þá 2.p. með neitunarviðskeyti. Svo er einnig um leið-
réttinguna sem getið var í upphafi. Hún getur staðist málfræðilega, en er
óþörf.6
Merking 5. og 6. línu er samkvæmt þessu: ‘þú varst svo svikul, þú þáðir
ekkert’. Það kemur ágætlega heim við það sem á undan er komið í kvæðinu.
Guðrún Gjúkadóttir hefur látið sér fátt finnast um ríkidæmi Atla, og þama nýr
hann henni því um nasir að hún hafi ekki viljað þig&ja neitt.
4. Rúnakefli frá bryggjunni í Björgvin
Meðal rúnaristna, sem fundist hafa í bryggjunni í Björgvin, er rista á ferkönt-
uðu kefli, mjög sködduðu, merkt N B265 (Liestpl 1964:35-37, Rundata). Hún
er talin vera frá síðari hluta 13. aldar eða um 1300 (Liestpl 1964:37). Hluti
4 Vera má að myndin þykkj-at í Helgakviðu Hundingsbana I eigi að vera 3.p.ft. Það er reyndar
frekar ósennilegt, því að ópersónulegar myndir eru oftast í 3.p.et. Þar að auki er nær samhljóða
vísuorð í Helgakviðu Hundingsbana II og þar er greinilega eintala. Ef þetta er hins vegar fleir-
tala er ekkert athugavert við myndina.
5 Um þessar myndir og ástæðumar fyrir þeim, sjá Katrín Axelsdóttir 2001:41 —42. Ekki var al-
gilt að r félli brott. í eddukvæðum eru sex dæmi um að r haldist á undan neitunarviðskeyti:
Ufir-a (Atlakviða 26 og Atlamál 61), kveðir-a (Lokasenna 16), skyldir-a (Lokasenna 22),
máttir-a (Lokasenna 62) og mæltir-a (Völundarkviða 37). f dróttkvæðum era þrjú dæmi um
samir-a (lesbrigðið samir-at kemur tvisvar fyrir) og eitt um þykkir-a (lesbrigðið þykkj-at
kemur tvisvar fyrir) (Katrín Axelsdóttir 2001:51). Þama er langoftast um viðskeytið -a að
ræða. Hugsanlega má greina þama einhvers konar mun á notkun -a og -(a)t. Ef -(a)t bættist
við sögnina gat persónuendingin fallið brott, og gerði það oftast, en það var ekki hægt ef -a
var valið.
6 Eins og fram kom í nmgr. 5 em fá dæmi um endinguna -ir á undan -at. Leiðréttingin gerðir-
at er því ekki aðeins óþörf. Hún er einnig fremur ósennileg.