Gripla - 01.01.2002, Page 169
NEITANIR, EDDUKVÆÐI OG RÚNARISTA
167
ristunnar er undir ljóðahætti. Þetta er eina örugga dæmið sem fundist hefur um
ljóðahátt utan íslands.7 Vísan er þannig (Rundata):
sæI.ekþaþottomk.eruitsatomk.ihia.okkomatokkar:m.ameþal.iuirn
e.undir:sakaþaatek.umokat
Þetta hefur verið umritað á þessa leið (Rundata, sbr. Liest0l 1964:35):8
Sæll ek þá þóttumk
er vit sátumk í hjá,
ok komat okkar maðr á meðal.
Yfir né undir
sakaðatk um okkart [ráð?]
Þama kemur fyrir myndin kom-at. Hún er kunnugleg. Sérkennilegri mynd er
í fimmta vísuorði, „sakaþaatek". Hún hefur verið umrituð sakaðatk. Þarna
hlýtur einnig að vera neitunarviðskeyti.9 Menn virðast hafa séð þama sögn-
ina saka, l.p.et. í þátíð, viðskeytið -at og síðan persónuviðhengið -k.
Reyndar stendur ek í ristunni, en ekki -k, en í umritun hefur ekki verið tekið
tillit til þess. Þetta er með öllu ósennilegt. í eddukvæðum er viðskeytið -at
aldrei á undan viðhenginu -k. í þeirri stöðu er alltaf myndin -a (Katrín
Axelsdóttir 2001:36). I öðru lagi kemur persónuviðhengið ævinlega á undan
neitunarviðskeytinu, þótt það sé stundum endurtekið í lokin. Þarna ætti þá
fremur að standa sakaðigak, en -i kemur í stað þátíðarendingarinnar -a í
myndum sem þessum. I þriðja lagi kemur merkingin illa heim: ‘ég saka ekki
7 Bent hefur verið á orðalagslíkindi við rúnavísuna í Hamdismálum 21 og í lausavísu kenndri
Gísla Súrssyni (Liestdl 1964:36). Fyrra dæmið er „Sæll ec þá þœttomc". Síðara dæmið er
„komz þar maþr i milli/min eþa hans at vini“, og í öðm handriti „komz ei maþr a milli/min ne
hans at vini“ (Den norsk-islandske skjaldedigtning 1912 A 1:101). Við þetta má bæta að í
Hávamálum 106 kemur fyrir „yfir oc undir“. Það er andstæða við yfir né undir á rúnakeflinu.
Vísan á keflinu og Hávamál em ort undir sama bragarhætti. Yfir ok undir \ Hávamálum mynd-
ar heilt vísuorð. Því getur verið að yfir né undir á keflinu sé einnig heilt vísuorð.
8 Liestol (1964:35) umritar fyrsta orðið Sæl(l), enda óljóst hvort þama er karlkyn eða kvenkyn.
9 Færa má rök fyrir því að þama sé neitunarviðskeyti. Ef í vísunni er neitunin né af flokki 4 (sjá
um Gripisspá 49 í 5. kafla) væri merking 4. It'nu ‘hvorki yfir né undir’ eins og búast mætti við.
Flokkur 4 er hins vegar sárasjaldgæfur. Flokkur 2 kemur varla til greina. Merkingin væri þá
‘yfir en ekki undir’. Hér er því líklega um né af flokki 3 að ræða. í honum er né ásamt öðm
neitunarorði, t.d. neitunarviðskeyti. Merkingin væri ‘hvorki ... né’. Það er því mjög sennilegt
að í 5. línu sé einhver neitun og þama virðist ekkert annað koma til greina en neitunarvið-
skeytin -a eða -(a)t.