Gripla - 01.01.2002, Blaðsíða 174
172
GRIPLA
minntist aðeins á fót og að efhi vísuhelminganna hefði átt að standast á. Svo
þarf þó ekki að vera.
Hér má líta á merkingu tengingarinnar né í flokki 2, eins og hún var rakin
hér að ofan, þ.e. ‘og ekki’, ‘en ekki’. Þá má skilja vísuna: ‘Hvað er það sem
fótur getur veitt fæti en holdgróin hönd getur ekki veitt annarri hendi?’ Hold-
grónar hendur vísa hugsanlega til Hamdis og Sörla og hins nána skyldleika
þeirra. Kannski er verið að spyrja hvað Erpur geti veitt Hamdi og Sörla, en
Hamdir og Sörli geti ekki veitt hvor öðrum. Merking línanna er þá: ‘I hverju
er fulltingi þitt fremra liðveislu okkar hvors við annan?’18
HEIMILDIR
Dronke, Ursula. 1969. The Poetic Edda I. Heroic Poems. Oxford.
Edda. Herausgegeben von Gustav Neckel. I. Text. Dritte, umgearbeitete Auflage von
Hans Kuhn. Heidelberg, 1962.
Edda. Erster Band. Heldendichtung. Úbertragen von Felix Genzmer. Diisseldorf, 1975.
Edda Sæmundar hinnsfróda II. Havniæ, 1818.
Eddukvæði. Olafur Briem annaðist útgáfuna. Reykjavík, 1976.
Grpnvik, Ottar. 1997. Tanker omkring et etterlatt manuskript av Ingerid Dal: nega-
sjonssystemet i eldste norrpnt (eddadikt og skaldekvad). Norsk Lingvistisk Tids-
skrift 15:3-30.
Iversen, Ragnvald. 1973. Norr0n grammatikk. Oslo.
Jón Helgason. 1967. Kviður af Gotum og Húnum. Hamdismál, Guðrúnarhvöt, Hlöðs-
kviða með skýringum. Reykjavík.
Katrín Axelsdóttir. 2001. Nokkrar neitanir í fomíslensku. Ritgerð til M.A.-prófs í ís-
lenskri málfræði. Háskóli Islands.
Kock, Emst A. 1922. Bidrag til eddatolkningen. Arkiv för nordisk ftlologi 38:269-294.
18 I skýringum við vísuna segir Jón Helgason (1967:111): „Með spumingunni er ætlazt til neit-
andi svars, að fótur geti ekki veitt fæti; þessvegnaer haldið áfram: né ...“. Sijmons og Gering
(1927-1931 1:224) telja einnig að né sé til merkis um að vænst sé neikvæðs svars. Þeir þýða
línumar ‘es kann doch wohl ein fuB dem andem nich hilfe leisten noch eine hand der andem?’
Dronke (1969 1:164) þýðir línumar ‘How can a foot help a foot, or a hand grown from the
body’s flesh help a hand?’. Samkvæmt þessu er ekki eiginleg neitunarmerking í vísunni sjálffi,
heldur gefið í skyn að svarið verði neikvætt. Ef þessi notkun á né var til í raun og vem hefur
hún verið sjaldgæf. Um hana virðist aðeins hafa fundist eitt annað dæmi, í Skímismálum 17
(sjá Sijmons & Gering 1927-1931 1:224). Merkingin þar er þó ekki ótvíræð, frekar en í
Hamdismálum. Samkvæmt skýringunni sem stungið var upp á hér að ofan er í vísunni teng-
ingin né af algengri gerð. Merkingin stenst ágætlega svo framarlega sem menn leiða hjá sér
aðrar gerðir sögunnar um Hamdi, Sörla og Erp og tengsl þeirra gerða við Hamdismál. I þeim
gerðum er mörgu lýst á annan veg en í Hamdismálum og tengsl frásagnanna em á huldu. I
Skáldskaparmálum og Volsunga sögu em Hamdir, Sörli og Erpur t.d. albræður. Hér hefur ein-
göngu verið litið á texta Hamdismála eins og hann er í Konungsbók.