Gripla - 01.01.2002, Page 178
176
GRIPLA
hins vegar ytri samanburður, þ.e. samanburður við skyld tungumál. (4) Sam-
tímalýsing á fomu máli, en þar ber auðvitað hæst Fyrstu málfræðiritgerðina.
Af þessum fjórum tegundum heimilda er hin fyrsta langríkulegust og að-
gengilegust. Allmikið hefur varðveist af rituðu máli fomu og stafsetning er
góð heimild um málkerfið, einkum beygingarkerfið og setningagerð; hún er
einnig drjúg heimild um hljóðkerfið þó að ekki sé bein samsvömn á milli rit-
tákna og hljóða og stafsetning fomra handrita jafngildi vissulega ekki hljóðrit-
un. A hitt ber þó að líta að stafsetningarkennsla var engin með samræmdum
hætti, svo að menn viti til; stafsetning var ekki samræmd, þó að einhverjar rit-
venjur hafi vissulega verið til. Stafsetning elstu íslensku handritanna er því í
mörgu tilliti nær mæltu máli en stafsetning okkar nú á dögum og því um margt
betri málheimild en okkar stafsetning.2
3. Hljóðsagan
Þegar litið er yfir íslenska hljóðsögu verður ekki betur séð en þar megi greina
bæði umbrotatíma og tíma lítilla breytinga eða stöðnunar (sjá yfirlit hjá Bimi
K. Þórólfssyni 1925, Hreini Benediktssyni 1962, Stefáni Karlssyni 1989 og í
ritum sem þar er vísað til).3 Ef litið er til vitnisburðar stafsetningar sjáum við
að þegar í elstu ritheimildum verður vart afkringingar 0 og um og upp úr alda-
mótunum 1200 sjáum við breytingar á kerfí sérhljóða þar sem hið opna,
kringda og langa q byrjar að falla saman við á eða ó og enn fremur fer að bila
aðgreining hinna stuttu 0 og q. A þrettándu öld gerist það einnig að æ og 0
taka að renna saman og af stöðubundnum breytingum sem þá byrja má nefna
breytinguna vé > væ í fáeinum orðum þar sem / eða r fór á eftir (vér > vær,
2 Skólapiltar hafa auðvitað fengið tilsögn í stafsetningu og vísast hafa þeir haft önnur handrit til
fyrirmyndar þegar þeir voru að byrja að spreyta sig á ritun; reglur um stafsetningu hafa þó
hvergi nærri verið svo fastmótaðar sem nú á dögum. Ekki hafa menn þó verið hugsunarlaus-
ir um þessa hluti, enda segist höfundur Fyrstu málfræðiritgerðarinnar hafa ritað oss Islending-
um stafróf „til þess at hógra verði at ríta ok lesa ..." (sbr. Hrein Benediktsson 1972:208). Rök
höfundarins fyrir stafsetningarreglum sínum eru ekki síst þau að ritað mál verði að vera skýrt
og tvímælalaust og hann nefnir til að mynda lagaritun í því sambandi. Þess verður þó ekki vart
í varðveittum handritum að tillögur höfundar Fyrstu málfræðiritgerðarinnar haft fengið mik-
inn hljómgrunn, en stafsetningarreglum hans er hvergi fylgt til neinnar hlítar (Hreinn Bene-
diktsson 1972:25-28; sjá einnig Stefán Karlsson 2002:834).
3 I yfirliti því sem hér á eftir kemur er aðeins tæpt á helstu atriðum hljóðsögunnar og höfuð-
áhersla lögð á þær breytingar sem sjást í stafsetningu (þó að fáeinar aðrar séu nefndar). Yftr-
litinu er ekki ætlað að vera tæmandi, en auk þeirra rita sem getið er að ofan má nefna mállýs-
ingar eftir Jón Helgason (1929), Oskar Bandle (1956) og Stefán Karlsson (1982).