Gripla - 01.01.2002, Blaðsíða 179
SKRIFANDI BÆNDUR OG ÍSLENSK MÁLSAGA
177
vélindi > vælindi), önghljóðunina k > g (ek > eg) og t > ð ifarit >fariö) í bak-
stöðu og lokhljóðun óraddaða, tannmælta önghljóðsins þ á eftir k og p (vakþa
> vakta, kip(p)þi > kip(p)ti). Þá tekur g að falla á eftir löngu sérhljóði eða tví-
hljóði og á undan j (fleygja >fleyja) og um 1300 eða ef til vill lítið eitt fyrr fer
stoðhljóðsinnskot að láta á sér bera (fagr > fagur, fegrö > fegurö). Þessar
tímasetningar sem hér eru nefndar eiga við fyrstu dæmi um breytingamar en
vitaskuld hafa þær ekki gengið yfir landið allt í einu vetfangi heldur hafa mjög
margar þeirra ugglaust verið mállýskubundnar um lengri eða skemmri tíma.
Mállýskumun er þó í flestum tilvikum afar erfitt að greina í málheimildum en
þess er þó helst kostur í bréfum sem unnt er að staðsetja og tímasetja.
A fjórtándu öld dregur enn frekar til tíðinda og þar kveður mest að stað-
bundnum breytingum ýmiss konar. Af sérhljóðabreytingum má nefna tvíhljóð-
un langra fjarlægra og miðlægra sérhljóða (sem sést að vísu aðeins að hluta í
stafsetningu) og tvíhljóðun einhljóða á undan ng og nk. Þá tók hljóðasam-
bandið vá að þróast í vó og síðar vo (váð > vóð > voð). í fáeinum orðum ein-
hljóðast au og verður ö (sjau > sjö, tvau > tvö, lauðr > löðr), en þessi einhljóð-
un au varð þó aldrei almenn. A síðari hluta aldarinnar örlar einnig á afkring-
ingu y, ý og ey, en annars fór ekki að kveða verulega að afkringingu þessara
hljóða fyrr en á ofanverðri fimmtándu öld. Fjöldi samhljóðabreytinga skýtur
einnig upp kollinum: samfall II + rl > dl (allir, karl) og nn + rn > dn (einn,
barn) gerir vart við sig, einnig lokhljóðun önghljóðanna/og g á undan / og n
(efla, efna; sigla, rigna) og væntanlega hefur samfara þessu orðið mállýsku-
bundin lokhljóðun g á undan ð (sagði). Þá lokhljóðast hið raddaða ð á eftir /,
n og m (talði > taldi, vanði > vandi, samði > samdi). Einnig lokhljóðast/á eft-
ir /• og / (oif> orb, kálfar > kálbar), í sumum mállýskum að minnsta kosti, og
líklegt er að ð hafi einnig á þessum tíma verið farið að lokhljóðast sums stað-
ar á landinu á eftir r,f og önghljóðinu g (harður > hardur, hafði > hafdi, lagði
> lagdi). I framstöðu verður vart breytingarinnar kn> hní sumum orðum (kné
> hné, knöttur > hnöttur) og enn fremur á sér stað stytting langra samhljóða í
bakstöðu, rr > r (stórr > stór), ss> s (íss > ís) og nn > n (himinn > himiri), en
einnig lenging /• > rr í vissum beygingarmyndum (ef. ft. blára > blárra).
Á næstu öldum hægist mjög um. Á fimmtándu öld sjást merki um tvíhljóð-
un á undan gj/gi, þá verður vart kringingar v<? > vö í sumum orðum (kveld >
k\’öld, tvefaldur > tvöfaldur), önghljóðið g fellur brott á eftir stuttu sérhljóði og
á undan j eða i (segir > seiir) og önghljóðin g og/falla brott á eftir á, ó eða ú
(lág > lá, lágu > láu, rófu > róu). Hljóðdvalarbreytingin gengur yfir á sext-
ándu öld en hennar sjást ekki merki í stafsetningu; á sautjándu öld sést af-