Gripla - 01.01.2002, Page 180
178
GRIPLA
kringingin jö > je (mjög > mjeg, fjögur > fjegur, sjö > sje) og á átjándu öld
verður þess vart að hv verði kv í framstöðu (hvítur > kvítur).
í þessari löngu þulu vekur athygli kúfur á fjórtándu öld. A þrettándu öld
sjáum við merki nokkurra breytinga, einkum á kerfi sérhljóða, en á fjórtándu
öld kemur fram í heimildum mikil bylgja hljóðbreytinga; eftir það er lygnari
sjór. Sú spuming hlýtur því að kvikna hvað gerst hafi á fjórtándu öld. Enda
þótt ekki sé ástæða til að efast um að sveiflur séu eðlilegur þáttur í þróun
tungumála er vert að velta því fyrir sér hvem þátt málheimildimar sjálfar eiga
í þeim sveiflum sem við sjáum í íslenskri hljóðsögu.
4. Hvað gerðist á fjórtándu öld?
Hverjar eru hugsanlegar ástæður fyrir þessari bylgju hljóðbreytinga á fjórt-
ándu öld? Við því er ugglaust ekkert einhlítt svar en tína má til nokkra mögu-
leika til umhugsunar:
(1) Kerfislegar ástæður? í sérhljóðakerfinu kann að hafa verið keðjuverk-
un þar sem ein breyting kallaði á aðra; um þetta hefur Hreinn Benediktsson
(1959, 1970) fjallað rækilega. Bent hefur verið á að yfirreglur („metarules")
kunni að eiga þátt í sumum samhljóðabreytingum; þannig hefur til að mynda
Kristján Ámason (1990) viljað tengja saman ýmsar þeirra lokhljóðana í sam-
hljóðaklösum sem getið var hér að ofan. En þótt hugsanlega megi á þennan
hátt tengja einhverjar þessara breytinga saman, einkum breytingar á kerfi sér-
hljóða, nægir það ekki út af fyrir sig sem skýring á þessum fjölda hljóðbreyt-
inga sem fram kemur á fjórtándu öld.4
(2) Erlend áhrif? íslendingar skrifuðu bækur til útflutnings á síðari hluta
þrettándu aldar og langt fram eftir fjórtándu öld. Nokkuð ber á norskuskotinni
stafsetningu („norvagismum") í þessum handritum en þetta hafði ekki varan-
leg áhrif á tungumálið; um þetta hefur Stefán Karlsson (1978, 1979, 1998)
fjallað manna best. Meðal norskra einkenna í stafsetningu á íslenskum hand-
4 Kristján Ámason (1990) fjallar meðal annars um ríka tilhneigingu í íslensku til að mynda lok-
hljóð í rími atkvæðis („conspiracy for a stop in the rhyme“) og ekki vafi að ýmiss konar lok-
hljóðanir á fjórtándu öld eru náskyldar breytingar. Ekki er þó eðlilegt að líta á þær sem eina og
sömu breytinguna er birtist í ýmiss konar umhverfi (enda gerir Kristján það ekki) því að þá
væri með sömu rökum hægt að tengja saman íslenskar lokhljóðanir á fjórtándu öld og ýmsar
lokhljóðanir sem urðu á ffumgermönskum tíma eða fljótt eftir að frumgermanska brotnaði upp
í dótturmálin, til dæmis lokhljóðun og *g á eftir nefhljóði í frg. *lanða- > gotn., físl., fhþ.,
fe. land, *tanga- > gotn. laggs, físl. langr, svo eitthvað sé nefnt (sjá Moulton 1954).