Gripla - 01.01.2002, Page 181
SKRIFANDI BÆNDUR OG ÍSLENSK MÁLSAGA
179
ritum má nefna ‘gh’ í stað ‘g’ fyrir gómmælta önghljóðið í til dæmis ‘sagha’
(saga) (og að nokkru leyti einnig fyrir lokhljóðið), ‘fu’ í stað ‘f’ í innstöðu á
undan sérhljóði í til dæmis ‘hafua’ (hafa), ‘æ’ í stað ‘e’, einkum í táknun tví-
hljóðanna ‘æi’ og ‘æy’, og ‘1’ og ‘r’ í stað ‘hl’ og ‘hr’ í framstöðu orða eins og
‘lutr’ (hlutr) og ‘ross’ (hross) (Stefán Karlsson 1989:40-41). Hér er í öllum
tilvikum um að ræða tísku í stafsetningu er ekki hefur átt sér neinar rætur í
hljóðbreytingum í tungumálinu.5
í sumum tilvikum er hægt að benda á sambærilegar hljóðbreytingar í ná-
grannamálunum, svo sem samfallið II + rl > dl og nn + rn > dn sem verður um
líkt leyti í íslensku, færeysku og vestumorskum mállýskum (Bandle 1973:45-
46). Ekki er þó einboðið að álykta að þama sé um bein tengsl að ræða, frekar
en þegar hv- verður kv- í framstöðu þegar um 1400 í færeysku en sést ekki fyrr
en á átjándu öld í íslensku (Stefán Karlsson 1993:26).
Snúum okkur þá að málheimildunum sjálfum:
(3) Mikill fjöldi handrita frá fjórtándu öld? Þetta var blómaskeið íslenskr-
ar bókagerðar á miðöldum; þá eru handrit ekki aðeins veglegust, fegurst og
glæsilegust, heldur einnig gríðarlega mörg. Endurspeglar sá fjöldi málbreyt-
inga sem við sjáum á fjórtándu öld aukinn fjölda ritaðra heimilda? Þetta gæti
skipt máli, en þó aðeins upp að vissu marki. Gildi magnsins minnkar eftir því
sem blaðfjöldinn eykst; það er ekki víst að í tíu kvera handriti bæti síðari fimm
kverin miklu við það sem við þegar gátum ráðið um mál skrifarans af fyrri
fimm kverunum. Svarið er því ekki að fínna nema að óverulegu leyti í meiri
afköstum og stórhug skrifara og bókagerðarmanna á fjórtándu öld.
(4) Meiri breidd málheimilda? Þess væri helst að vænta að aukin bókagerð
á fjórtándu öld sýndi aðra mynd af tungumálinu en við áður höfðum ef breidd-
in ykist jafnhliða magninu, ef aukin bókagerð hefði það í för með sér að fleiri
tækju til við að skrifa og skrifuðu fleiri tegundir texta. Þessum þætti hefur ekki
verið gefinn gaumur svo að neinu nemi en hann gæti einmitt vegið þungt. Áð-
ur en lengra verður haldið er þó rétt að huga að nokkrurri atriðum er varða
málbreytingar og málheimildir.
5 Norsk áhrif á beygingarkerfið birtast I notkun endingar þriðju persónu í fyrstu persónu eintölu
f nútíð framsöguháttar, til dæmis hefir ek eða segir ek, en ekki eru allir á einu máli um hvort
þessi notkun endurspeglar breytingar á beygingarkerfi íslensku eða einungis ritmálstísku. Stef-
án Karlsson (1978:98) telur að þetta beygingareinkenni hafi náð einhverri fótfestu í mæltu
máli úr því að það sést í handritum eftir að norsk stafsetningareinkenni eru horfm. Kjartan G.
Ottósson (1992:172-79) bendir á hinn bóginn á að notkun þriðju persónu endingarinnar í
fyrstu persónu birtist aðallega í fáum algengum sögnum og það meðal annars bendi sterklega
til þess að þetta hafi verið ritmálstíska er ekki hafi náð til mælts máls.