Gripla - 01.01.2002, Page 184
182
GRIPLA
vænta má að einmitt slíkar málheimildir gefi besta mynd af daglegu máli
síns tíma.
(2) Þjóðfélagsleg takmörkun. Skrifandi menn var ekki að finna á öllum
stigum þjóðfélagsins fyrr á öldum og því vandfundnar ritaðar heimildir frá
óbreyttu alþýðufólki. Einnig hefur það verið fátítt að konur skrifuðu. Ef við
höfum einungis ritaðar málheimildir frá körlum í lærðri yfirstétt, veraldlegri
eða kirkjulegri, gefur það ekki rétta mynd af máli þess tíma.
Málheimildir sem háðar eru þessum takmörkunum sýna fyrst og fremst
málsnið sem er formlegt og „vandað", ef svo má að orði komast. Þetta er hið
„viðurkennda mál“ þar sem lítið er um frávik á borð við félagslegar mállýskur
eða staðbundið málfar.9
5.3 Elsta dæmi seint á ferð?
Við rannsókn á málsögu þar sem búast má við takmörkunum af þessu tagi er
þess að vænta að fyrstu merki málbreytingar í rituðum heimildum birtist ekki
fyrr en málbreytingin telst vera hluti af hinu „viðurkennda máli“; það er að
segja, þegar málbreytingin er hætt að brjóta í bága við viðmiðið (,,normið“) og
orðin hluti af því. Tilhneigingin til að spoma gegn málbreytingum er gömul og
hana er að finna í mörgum málsamfélögum, þó í mismiklum mæli sé (Labov
2001:6). í flestum samfélögum þekkist það að elsta kynslóðin fagnar ýmiss
konar nýjungum, ekki hvað síst í tækni og nútímaþægindum, en einnig í list-
um og lífsstíl. Á hinn bóginn þekkjum við ekki mörg dæmi þess að elsta kyn-
slóðin dásami breytingar er orðið hafi á tungumálinu, hafi orð á því að unga
kynslóðin tali svo miklu fegurra, betra eða frjálslegra mál en áður tíðkaðist.
Þvert á móti er það ríkjandi viðhorf að breytingar á tungumálinu teljist síst til
framfara, heldur séu þær jafnan til hins verra.10
9 Landfræðilegar takmarkanir eru vitaskuld einnig alvarlegur vandi þegar kemur að fomum
málheimildum: við höfum sjaldan ef nokkum tíma jafna dreifingu málheimilda af málsvæði
tiltekins tungumáls; jafnan verða fjölmörg svæði út undan (engar varðveittar málheimildir) og
þar með er vitneskja okkar um staðbundnar mállýskur mjög ófullkomin. Þannig hagar til með
svo mikilvægar málheimildir sem íslensk fombréf, svo að dæmi sé tekið: fá bréf em varðveitt
frá Austurlandi og Suðurlandi og alveg fram á fimmtándu öld er mikill meirihluti fombréfa frá
Norðurlandi (Stefán Karlsson 1963:xviii-xxi, 1998:289, 1999:139).
10 Það viðhorf er býsna algengt að tungumálið sé sífellt að hröma og hafi um langan aldur færst
fjær þeirri fullkomnun sem það hafði einhvem tíma t' fortíðinni. Labov (2001:6, 514) nefnir
þetta „The Golden Age Principle" og skilgreinir svo: „At some time in the past, language was
in a state of perfection."