Gripla - 01.01.2002, Page 187
SKRIFANDI BÆNDUR OG ÍSLENSK MÁLSAGA
185
„íhaldskarli“ þessum hefur gramist það kæruleysi unga fólksins að halda
hljóðunum ekki aðgreindum. Vísumar em síðan teknar upp í Fjórðu málfræði-
ritgerðina í anda málræktarhefðar miðalda (enarratio poetarum; sjá til dæmis
Sverri Tómasson 1996:9-20) með þeim ummælum að „æ þikkir hvarvema lýta
mál, nema þar sem skynsemi má fyrir gjalda, at þau orð, sem þat stendr í,
dreifaz af þeim orðum sem á stendr í..." (Bjöm M. Ólsen 1884:133-34 [staf-
setning samræmd hér]).13
Niðurstaðan hlýtur þá að vera sú að þess sé ekki að vænta að nýlegar mál-
breytingar birtist í rituðum málheimildum sem háðar em þeim efnislegu og
þjóðfélagslegu takmörkunum sem að framan voru nefndar. Þegar fyrstu
merki þeirra birtast í heimildum af þessu tagi má búast við að málbreytingin
hafi þegar náð mikilli útbreiðslu. Við höfum enn fremur séð heimildir um að
málfarslegs gullaldartrega gætti í íslensku málsamfélagi á þrettándu og fjórt-
ándu öld. Hinu er aftur enn ósvarað að hve miklu leyti íslenskar málheimildir
á elsta skeiði eru háðar þeim takmörkunum sem hér hafa verið ræddar og hve
mikil ítök „íhaldskarlar" hafa haft í ritun þeirra.
6. íslenskar málheimildir á elsta skeiði
Hyggjum þá að heimildum um íslenskt mál á elsta skeiði (sjá einkum yfirlit
hjá Hreini Benediktssyni 1965:13-14, Ólafi Halldórssyni 1989:68 og Stefáni
Karlssyni 1998):
Frá upphafi ritunar og fram til upphafs þrettándu aldar hafa varðveist brot
úr rösklega tuttugu handritum. Þama er mikið af prédikunum: brot úr Kirkju-
dagsmálum og prédikun á Mikjálsmessu í AM 237 a fol, íslenska hómilíubók-
in í Stokkhólmi (Sth perg 15 4to) sem er veglegt safn prédikana á 102 blöðum
og fjöldi smærri prédikanabrota í AM 673 a II 2 4to, AM 686 b 4to, AM 686
c 4to og AM 696 XXIV 4to. Þá höfum við frásagnir af helgum konum og
körlum: brot úr Maríu sögu, Nikulás sögu, Silvesters sögu (tvö brot), Erasmus
sögu og Basilíus sögu í AM 655 II-VI 4to og Plácítusdrápu í AM 673 b 4to.
Þýðingar á ýmsu fræðilegu efni, ekki síst guðfræðilegu, er að finna á þessum
elstu handritum: Elucidarius er á AM 674 a 4to, Physiologus á bæði AM 673
13 Samfall æ og 0 hefur auðvitað ekki gengið yfir landið allt í einni svipan. Það hefur ugglaust
verið mállýskubundið einhverja hríð og þótt elstu merki um samfallið sé að ftnna í heimildum
um miðja þrettándu öld er víst að aðgreining hljóðanna hefur lifað að minnsta kosti í sumum
héruðum landsins fram á fjórtándu öld (og eflaust byrjað fyrir miðja þrettándu öld). „Ihalds-
karlinn" hefur því mögulega verið yngri en Jón Helgason lætur í veðri vaka.