Gripla - 01.01.2002, Qupperneq 189
SKRIFANDI BÆNDUR OG ÍSLENSK MÁLSAGA
187
Það er ekki fyrr en kemur fram á síðari hluta þrettándu aldar að við fáum
elstu brot úr íslendingasögum: brot úr Egils sögu á AM 162 A 0 fol og AM
162 A t, fol og úr Laxdæla sögu á AM 162 D 2 fol; frá um 1300 fáum við svo
brot úr Heiðarvíga sögu á Sth perg 18 4to I. Þá bætist hér við efnisskrána elsta
biskupasagnabrotið, AM 383 14to með Þorláks sögu helga, og einnig brot úr
lækningabók, AM 655 XXX 4to. Annars eru eldri efnisflokkar áfram ríkjandi:
postulasögur og prédikun á AM 655 XIV, XVII, XXI 4to, brot úr Maríu sögu
á AM 656 II 4to, postulasögur á AM 652 4to og heilagra manna sögur, við-
ræður Gregors og postulasögur á AM 655 X, XV, XVI, XXII, XXVIII a 4to.
Lög eru einnig fyrirferðarmikil: Grágás á AM 315 b fol, GKS 1157 fol (Kon-
ungsbók) og AM 279 a 4to B (Þingeyrabók), Grágás og Jámsíða á AM 334 fol
(Staðarhólsbók) og Jónsbók á AM 134 4to. Guðrækilegt efni og lög eru þama
enn í fyrirrúmi og blaðfjöldi í þeim flokkum að minnsta kosti átjánfaldur blað-
fjöldi íslendingasagnabrotanna. Konungasagnahandritum fernú fjölgandi: Lbs
frg 82 eða Kringla, Ólafs saga helga á Sth perg 2 4to, AM 325 VII 4to, AM
325 XI2 e 4to og AM 325 XI 2 m 4to, Sverris saga og Hákonar saga Sverris-
sonar á AM 325 VIII4 b 4to og svo Morkinskinna, GKS 1009 fol. Þá er Jóms-
víkinga saga á AM 291 4to og þýðing á Alexanders sögu í AM 655 XXIX 4to
og AM 519 a 4to. Frá þriðja fjórðungi þrettándu aldar er elsti hluti Þingeyra-
bókar, AM 279 a 4to A (Skipti á Spákonuarfi), og frá miðjum síðari hluta ald-
arinnar er svo Konungsbók eddukvæða, GKS 2365 4to.15
Þetta eru í heild verk rétt rösklega eitt hundrað skrifara, að tali Hreins
Benediktssonar (1965:14), og efnisflokkamir benda mjög sterklega til að
þama hafi alls staðar lærðir menn og kirkjunnar þjónar haldið um penna, enda
er kirkjulegt og fræðilegt efni ríkjandi. Fæst af þessu er líklegt til að endur-
spegla alþýðumál þessa tíma.
Á fjórtándu öld stendur íslensk bókagerð hvað hæst, á þeim tíma em hand-
rit hvað flest og einnig var þá efnað til allra hinna stærstu skinnbóka er varð-
veist hafa (sbr. Jón Helgason 1958:12; Stefán Karlsson 1998:282). Frá fjórtándu
öld eru því augljóslega mun ríkulegri málheimildir en ífá tólftu og þrettándu öld
15 AM 623 4to (postulasaga og heilagra manna sögur), sem áður var talið ritað um eða upp úr
miðri þrettándu öld (sjá meðal annarra Hrein Benediktsson 1965:xxxvii) er nú talið frá miðj-
um fyrri hluta fjórtándu aldar (cl325) (sjá ONP Registre, bls. 457). Elsti hluti Þingeyrabókar,
AM 279 a 4to A (Skipti á Spákonuarfi) var áður talinn frá fyrstu árum þrettándu aldar (sjá til
dæmis Hrein Benediktsson 1965:xviii) en nú er hann talinn yngri, eða frá þriðja fjórðungi ald-
arinnar (ONP Registre, bls. 449-50). Heiðarvíga sögu brotið á Sth perg 18 4to I var áður talið
frá síðari hluta þrettándu aldar (Hreinn Benediktsson 1965:xxvi) en nú mun það tímasett til
um 1300 (ONP Registre, bls. 475).