Gripla - 01.01.2002, Page 190
188
GRIPLA
í skinnblöðum talið, en mikilvægara er þó að á þeirri öld tekur efnisflokkum að
fjölga. Auðvitað er kirkjulegt efni áfram ríkjandi en konungasögur eru hér líka
og nú tekur að fjölga verulega handritum íslendingasagna, hér eru líka annálar
og samtíðarsögur, frá þessum tíma eru enn fremur elstu fombréfin og — það
sem kannski skiptir mestu máli: á fjórtándu öld fáum við líka elstu handrit fom-
aldar- og riddarasagna og elstu rímuna. Lítum á nokkur dæmi frá síðari hluta
fjórtándu aldar: á AM 657 c 4to em Mikjáls saga, Maríu saga egifsku, Eiríks
saga víðförla, Guðmundar saga biskups, á AM 344 a 4to er Örvar-Odds saga;
Göngu-Hrólfs sögu er að finna á AM 567 XI a 4to og Sigurðar sögu þögla á
AM 596 4to. Á AM 567 XVI 4to höfum við bæði Gibbons sögu og Konráðs
sögu keisarasonar og á AM 335 4to em bæði sögur og ævintýri: Sturlaugs saga
starfsama, Samsons saga fagra, Drauma-Jóns saga, Gibbons saga, Af þremur
kumpánum, Af þremur þjófum í Danmörku og Af rómverska dáranum.16
Hér er um að ræða viðbót við kirkjulegt og fræðilegt efni og ekki er fjarska
líklegt að kirkjan og klausturhaldarar hafi í miklum mæli látið festa á skinn
ævintýri Örvar-Odds og Göngu-Hrólfs. Hitt er mun líklegra, að þegar hér er
komið sögu hafi fleiri fengist við þá þrifnaðarsýslu að skrifa bækur, menn sem
hvorki voru vígðir né helgað höfðu sig klausturlífi. Og það sem ekki er hvað
síst mikilvægt: til texta af þessu tagi eru ekki gerðar sömu kröfur um „viður-
kennt mál“ og gerðar eru til stólræðna, frásagna af helgum mönnum eða
ífæðilegra texta. Takmarkanir þessara nýju texta sem málheimilda eru til muna
minni; hér færumst við nær hinu daglega máli.
7. Skrifandi bændur
7.1 Fleiri skrifarar en áður
Ályktanir um bókagerð á þessum fyrstu öldum ritmáls á Islandi eru vitaskuld
dregnar af vitnisburði varðveittra bóka, en ekki er víst að þær segi alla söguna.
Á það var drepið hér að framan að ritaðar heimildir væru einatt mjög háðar
duttlungum örlaganna; það sem fært væri í letur endurspeglaði ekki nema lítið
brot af tungumálinu og tilviljun réði að miklu leyti hvað af því varðveittist.
Hinu er ekki að leyna að bækur kirkjunnar hafa að öllum líkindum varðveist
Riddarasögur sækja auðvitað efni sitt að nokkru leyti til franskra riddara- og hetjukvæða, en
útbreiðsla þeirra hefur þó ekki takmarkast við lærða yfirstétt eins og megnið af þýddu
fræðilegu og kirkjulegu efni; þetta sést glögglega af fjölda bæði riddarasagnahandrita og
rímna er byggjast á efni riddarasagna.
16