Gripla - 01.01.2002, Page 195
SKRIFANDI BÆNDUR OG ÍSLENSK MÁLSAGA
193
mjög rækilega fylgt „viðurkenndu máli“ þar sem vísvitandi er sneitt fram hjá
ýmsum málbrigðum.
(3) A fjórtándu öld verður vart heldur fleiri hljóðbreytinga en á öldunum á
undan. Hér er auðvitað ekki um það að ræða í öllum tilvikum að breytingam-
ar gangi allar yfir á fjórtándu öld, heldur finnast fyrstu merki þeirra á fjórtándu
öld.
(4) A fjórtándu öld eru málheimildir ríkulegri en áður í að minnsta kosti
þrennu tilliti: (i) handrit eru fleiri, (ii) textategundir eru fleiri og (iii) skrifarar
eru fleiri.
(5) A fjórtándu öld eru málheimildir því betri en áður vegna þessa; áður-
nefndar takmarkanir eru minni. Fjórtándu aldar málheimildir endurspegla því
betur daglegt mál en málheimildir frá tólftu og þrettándu öld.
(6) Þetta kann að eiga þátt í því að við sjáum svo margar hljóðbreytingar á
fjórtándu öld. Um leið og handritaframleiðsla eykst, fleiri taka að skrifa og
efnið verður fjölbreytilegra fáum við heimildir um fleiri málsnið en áður og
mál fleira fólks; og jafnframt meiri breidd málheimilda er ekki óeðlilegt að
ýmis máleinkenni taki að skjóta upp kollinum er ekki höfðu áður komist á
skinn. Ekki er þó þar með sagt að allar þessar hljóðbreytingar hafi átt sér stað
á þeirri öld; það eina sem við getum fullyrt er að þá koma þær upp á yfirborð-
ið í málheimildunum — þær kunna að vera gamlar fréttir.
RITASKRÁ
Andersen, Henning. 1973. Abductive and Deductive Change. Language 49:755-93.
Amgrímur Jónsson. 1985. Crymogæa. Þættir úr sögu Islands. Jakob Benediktsson
þýddi og samdi inngang og skýringar. Sögufélag, Reykjavík.
Bandle, Oskar. 1956. Die Sprache der Guðbrandsbiblía. Orthographie und Laute, For-
men. Bibliotheca Amamagnæana 17. Ejnar Munksgaard, Kopenhagen.
Bandle, Oskar. 1973. Die Gliederung des Nordgermanischen. Beitrage zur nordischen
Philologie 1. Helbing & Lichtenhahn, Basel.
Bjöm Magnússon Olsen (útg.). 1884. Den tredje ogfjærde grammatiske afhandling i
Snorres Edda. Tilligemed de grammatiske afhandlingers prolog og to andre tillæg.
Samfund til udgivelse af gammel nordisk literatur (STUÁGNL) 12, Kpbenhavn.
Bjöm K. Þórólfsson. 1925. Um íslenskar orðmyndir á 14. og 15. öld og breytingar
þeirra úrfornmálinu. Með viðauka um nýjungar í orðmyndum á 16. öld og síðar.
Reykjavík [Rit um íslenska málfræði 2. Endurprentun Málvísindastofnunar Há-
skóla íslands, Reykjavík, 1987.]
Chomsky, Noam. 1986. Knowledge of Language: Its Nature, Origin, and Use. Praeg-
er, Westport, Connecticut.
Einar Ol. Sveinsson. 1944. Lestrarkunnátta Islendinga í fomöld. Skírnir 118:173-97.