Gripla - 01.01.2002, Page 202
200
GRIPLA
II
En hvað er þá hin nýja textafræði og að hvaða leyti er hún frábrugðin eldri að-
ferðum? A öndverðri 19. öld var sá maður uppi í Þýskalandi sem Karl Lach-
mann (1793-1851) hét. Hann vann sér það til frægðar að gefa út helstu mið-
aldaverk Þjóðverja, þar á meðal Niblungenklage (Der Niblungen Not mit der
Klage 1826), og beitti þá þeirri aðferð við útgáfuna sem síðan er við hann
kennd, enda þótt fleiri menn, og þar á meðal einn sem nákominn var íslend-
ingum á 19. öld, Johan Nicolai Madvig (1804—1886), prófessor í klassískum
fræðum við háskólann í Kaupmannahöfn, ættu einnig töluverðan hlut að máli.2
Aðferð Lachmanns við útgáfu texta eftir handritum var í stuttu máli sú að
hann dró þau handrit saman í dilk sem hann taldi skyld, bæði þau sem hann
taldi að hefðu gildi fyrir þann texta sem hann ætlaði að ganga frá til prentun-
ar og þau sem hann taldi að hefðu ekki textagildi. Hann skipaði þeim síðan
saman í ættarskrá, þar sem eitt var stofnrit; það var þá forfaðir eða formóðir
allra handritanna, en milli þess og frumrits gat verið einn liður eða fleiri. A
grundvelli lesbrigðanna, þeirra sem sameiginleg voru einum flokki og þekkt-
ust ekki í öðrum, en fengu stuðning af þriðja flokki, taldi hann að unnt væri að
endurgera stofnrit sem færi mjög nálægt frumritinu. Jón Helgason (1958:106-
110) og Jakob Benediktsson (1981:19-37) hafa gert ágæta grein fyrir þessum
aðferðum og verður ekki nánar um þær fjallað hér. Aftur á móti hefur mér
vitanlega enginn þeirra ágætu fræðimanna sem lagt hafa okkur lið með útgáf-
um sínum á textum og hafa í meginatriðum fylgt aðferðum hans, gert fræði-
lega grein fyrir því hvers vegna þeir hafa valið aðferðina eða tíundað kosti
hennar og galla. Saga norrænnar textafræði er því miður enn ósögð.
I þessu viðfangi er rétt að víkja örfáum orðum að frönskum fræðimanni,
Joseph Bédier (1864—1937), en segja má að hann hafi verið fyrstur til að gagn-
rýna aðferð Lachmanns enda þótt hann beindi spjótum sínum fremur að lönd-
um sínum, Gaston Paris og Henri Quentin. Bédier taldi að með aðferðum
Lachmanns væri ekki unnt að finna frumtexta og lagði því til að besti textinn
yrði valinn ef um var að ræða mörg handrit og hann síðan gefinn út; enginn út-
gefandi á síðari öldum væri fær um að endurskapa bókmenntaverk fyrri alda;
menn yrðu að láta sér nægja ófullkomna mynd þeirra verka sem væru ekki
lengur til í frumriti. Og hvort sem texti handrits væri verk eins höfundar eða
eftirrit, væri sá texti þó fulltrúi ákveðins tímabils.3
2 Sjá um þetta efni Michael Lapidge 1994:56-57 og þar tilv. rit.
3 Ágæt greinargerð fyrir skoðunum Bédiers er eftir Mary B. Speer (1995:394-400).