Gripla - 01.01.2002, Blaðsíða 203
ER NÝJA TEXTAFRÆÐIN NÝ?
201
Aðferð Bédiers er aðeins val byggt á mati, þar sem forsendumar em oftast
nær smekkur útgefandans. Kostimir við aðferð Lachmanns eru hins vegar
þeir, að lesenda getur strax verið ljóst samband handrita af sama texta; hann á
að geta séð um leið hvort útgefandinn hefur rétt fyrir sér í vali einstakra les-
brigða í textanum, sé um endurgerðan fmmtexta eftir stofnriti að ræða. Þetta
kostar að vísu að hann verður að kynna sér ættarskrá handritanna í inngangi
og röksemdir útgefandans fyrir henni, — og það hefur reynst mörgum fræði-
manninum fjötur um fót. Gallar aðferðarinnar em hins vegar augljósir: upp-
haflegt verk sem útgefandinn hugðist sýna með því að endurgera stofnrit,
verður að skoðast sem hugarfóstur hans, það verður aldrei annað en endur-
gerð, ekki fmmgerð og síður en svo að unnt sé að tala um slíka smíði sem höf-
undarverk. Hugsunin á bak við slíka aðgerð á sér rætur í hugmyndaheimi 19.
aldar þegar menn leituðust við að rekja saman líkt og ólikt, og finna upprun-
ann, hvort sem um var að ræða tungumál eða jurtategundir.
Aðferðir Lachmanns og Bédiers eiga einnig að bakhjarli hugmyndafræði
19. og 20. aldar um einingu textans; höfundarverk geti staðið eitt og óstutt,
verið sígilt og sé óháð samfélagi því sem elur það af sér. Að þessu leyti eiga
báðar aðferðimar samleið með nýrýninni, þeirri bókmenntafræði 20. aldar,
sem lítur helst ekki út fyrir sjálfan textann, lítur á hann sem eina afmarkaða
sjálfstæða heild. Með aðferð Lachmanns er þó fremur reynt að sýna langue
textans, þar sem Bédier reynir að fanga parole hans (sbr. Hult 1991:120-123).
Og því má heldur ekki gleyma að þegar textafræðingur gefur út ritverk stendur
hann í sömu spomm og bókmenntafræðingur; hann verður að velja og hafna
— og síðast en ekki síst, útgáfa hans getur aldrei orðið annað en túlkun eða
jafnvel þýðing ef hann færir textann frá einu tímabili tungumáls yfir á annað,
jafnvel þótt um svo lítilfjörlegan mun sé að ræða og bilið milli fomíslensku og
nútímaritháttar eða á hinn bóginn ef hann færir texta miðaldahandrits í búning
samræmdrar stafsetningar fomrar.4
III
Um leið og fræðimenn fóru að gefa gaum að því að bókmenntaverk yrði
ekki skilið nema gerð væri grein fyrir því samfélagi sem það er sprottið úr,
fóru menn að efast um aðferðir Lachmanns og Bédiers. Um þær efasemdir
4 Með túlkun á ég einnig við minniháttar lagfæringar við færslu textans frá handriti yfir á prent-
að mál, eins og þegar leyst er upp úr böndum, stöfum eins og íer breytt í s o.s.frv.