Gripla - 01.01.2002, Page 204
202
GRIPLA
sem fram komu einkum í lok 8. áratugs 20. aldar og þeim 9. hafa menn not-
að nafnið, nýja textafræðin, en margt af því sem þar kemur fram á sér eldri
rætur.5
Hin svokallaða nýja textafræði byggir að nokkru leyti á kenningum
franska bókmenntafræðingsins Rolands Barthes um hlutverk lesandans eftir
að höfundurinn hefur skilið við; hann deyr um leið og verkið kemst á legg,
lesendumir halda því síðan á lífi og það mótast áfram í huga þeirra — og ef
til vill síðar í endursögn eða einhvers konar annarri miðlun. Þetta veldur því
að texti (bók eða handrit) er síbreytileg stærð. Höfundurinn er að áliti
Barthes löngu dauður, hann er orðinn hugtak sem einkum gagnrýnendur not-
ast við, einhvers konar fortíð í bókmenntasögum. Hugtakið skýrgreinir
Barthes svo:
Höfundurinn er nútímafyrirbæri, afurð samfélags okkar að svo miklu
leyti sem það uppgötvaði orðstír einstaklingsins, þess sem á hátíðlegra
máli kallast „manneskjan“, er kom fram undir lok miðalda með enskri
raunhyggju, franskri rökhyggju og persónulegri trú siðaskiptanna.
Það er því rökrétt að í bókmenntum sé það pósitívisminn, meginkjami
og hápunktur kaptítalískrar hugmyndafræði, sem hefur lagt mesta
áherslu á „persónu" höfundarins (Barthes 1991:174).
Að flestu leyti hygg ég að taka megi gildar skoðanir Barthes um endursköpun
lesandans á ákveðnu verki, en hugmyndir hans um höfundinn og þátt hans í
verkinu em um of byggðar á athugunum bíógrafískrar bókmenntagreiningar á
hlutverki hins svokallaða höfundar og hvemig kalla megi fram persónu hans
með lestri á verkinu. Og þó að fallist væri á skoðanir hans um þessi efni, þá
vaknar enn sú spuming, hvort þær eigi ekki eingöngu við nútímaverk; önnur
lögmál gildi um verk sem sett vom saman á miðöldum. Kemur þá aftur að því
sem ég varpaði fram hér fyrr, hvort rétt væri að leggja miðaldaverk undir ok
nútímabókmenntafræði. Þetta hafa fræðimenn séð og mun ég nú lítils háttar
fjalla um það efni.
5 Nafnið á rætur sínar að rekja til nokkurra greina sem birtust í tímaritinu Speculum 65 (1990)
eftir Stephen G. Nichols, Gabrielle M. Spiegel og Lee Patterson. Peter A. Jorgensen (1993) og
Kirsten Wolf (1993) hafa aðeins minnst á þessa rannsóknaraðferð en án þess að fjalla um bók-
menntalegar forsendur hennar. Kirsten Wolf telur og að Evelyn Scherabon Firchow og Kaaren
Grimstad hafi orðið fyrstar meðal þeirra sem fást við norræn fræði til að beita þessari aðferð
í útgáfu sinni á Elucidarius (1989), en það er ekki rétt. í höfuðatriðum var stuðst við þessa
rannsóknarhefð í útgáfum íslendinga sagna I—II (1985-1986) og I Sturlungu (1988).